Að gleypa sníkjudýr

Að hugsa sér örvæntinguna sem fær fólk til að gleypa sníkjudýr í von um að grennast. Hljómar eins og geðveiki ekki satt? Ég trúi því nú reyndar ekki að þetta sé „vinsæl“ grenningaraðferð en allt er víst til

En hvað erum við hin, þessi algerlega óbiluðu annars að láta ofan í okkur? Getur verið að kapítalimsinn smygli ofan í okkur efnum sem skapa hungurtilfinningu? Og ef svo er, er þá eitthvað meira brjálæði að gleypa orm sem afétur mann en að gleypa í sig mat sem lætur manni líða eins og maður sé með iðraorm og drepur mann úr offitusjúkdómum í stað þess að svelta mann? Mér var bent á þessa þætti. Mér finnst þeir umhugsunarverðir og þarna er hvorki verið að skamma fólk fyrir agaleysi né tyggja upp vitaskuldir á borð við þá að fita stafi af ofáti eins og einhverja möntru, heldur einmitt að leita skýringa á því hversvegna svona ofboðslega margir borða meira en þeir þurfa og hversvegna offita hefur breiðst út eins og smitsjúkdómur. Ég fann ekki sjötta þáttinn á youtube.

9 thoughts on “Að gleypa sníkjudýr

 1. Ég er karlmaður sem gékk í gegnum anorxieu, ég reyndi að sýkja mig með bandormi til að grennast betur fer tókst ekki, ég er 180 á hæð og á þessum tíma sem ég reyndi að sýkja með bandormi gékk ég í 27 tommu disel buxum í mitti með belti og gat komið hnefnaum undir rifbenin og vildi grennast meira með að sýkja mig með bandormi

  Eftir sjálfsmorðtilraun, og 6 mánaða meðferð við anorxiu hjá geðlæknum eftir að hafa þurft að vera 3 vikur inn á lokaðri geðdeild náði ég bata á anorxinu og er betri núna en er ekki komin yfir hana ennog þarf að passa mig að horfa i ekki í spegla svo ég fari ekki að hugsa um þyngd aftur

 2. Takk fyrir að deila þessu með okkur. Það hlýtur að vera hryllileg líðan að telja það að verða sér úti um sníkjudýr vera valkost.

 3. Já karlmenn fá anorxiu líka , ég notaði 10 toilax á dag, flakkaði milli apóteka til að kaupa toilax og ducolax(sterkustu stílar sem þú getur fengið, notaði 4 á dag), toilax er sterkasta niðurgangslyfið sem fæst án lyfseðils þú tekur eina fyrir ristilskopun.

  Ég fór stundum í 5 apótek á einum deigi til að byrgja mig af toilax því apótek meigja bara selja þér einn pakk af því í einu.
  Eyddi sirka 1500-2000 krónum á dag í hægðarlyf og töflur til að auka þvaglát (tók 5000mg af c vitamíni af dag,yfir 10 bolla af kaffi á dag og 7 lítra af af köldu vatni að meðaðtali,keypti líka mikið af herbal telyfjum því þau auka þvaglos og innihalda koffín)

 4. Lýsa anorxíu er þú ert stanlaust hræddur, ég vissi alveg að þetta væri lífshættulegt en mér fannst meira ógnvekjandi að fitna en að deyja
  Kallaði dauða side effect that was worth it

 5. http://www.youtube.com/watch?v=8VoAj_6iKTo
  Þessi stutta auglýsing lýsir anorixu alveg eins og hún er, meira sem maður grennst því feitairi finnst maður vera, það er ekki ýkjur með spegilinn.
  Þegar ég horfði í spegilinn grindhoraður sá ég afskræma manneskju af fitu,

 6. Ég upplfiði fordóma hvert skipti sem ég fór í meðferðastöðina fyrir anorxiu sem er í bæ, nánast hvet skipti sem ég fór þangað (2-3 í viku, eftir að útskrifast af lokaðri geðdeild) var ég spurður hvað ég væri að gera þarna, ég var eini karlmaðurinn og á þessu hálfa ári sá ég engan annan strák/karlmann þótt það sé álitið að allt upp í 30% af þeim sem þjást af anorixu eru karlmenn

  Anorxia á Íslandi er talin vera „konusjúkdómur“ eða hommasjúkdomur, ég var spurður 4 sinnum í fyrsta viðtalinu hvort ég væri samkynhneigður (er það ekki), ég spurði af hverju ertu að spyrja að þessu aftur og aftur?Ég fekk það svar að það væri nánast einungis „hommar“ sem fengu anorixu en ekki gagnkynhneigðir

 7. Kafli 6 kemur ekki fyrr en 18 maí, engin furða að þú sæir hann ekki.

 8. Hvaða hex spurði Lex fjórum sinnum í einu viðtali hvort hann væri samkynhneigður?

  Er hexið á launaskrá lýðveldisins?

  Ennþá?

Lokað er á athugasemdir.