Feminsmi boðar þá hættulegu hugmynd að offita sé ekkert vandamál og jafnvel eitthvað fínt.
Það er í sjálfu sér gott mál að vinna gegn fordómum og benda á að feitt fólk verður fyrir mismunun og vondri framkomu og það er rétt hjá feministum að megrunarbransinn hefur gert allt of mikið úr sambandi líkamsþyngdar og heilsubrests. En hér sem annarsstaðar tekst feministum að eyðileggja það góða markmið sem þeir leggja upp með, með ýkjum, afneitun og blekkingum í þágu málstaðarins.
Fjöldi feitabollubloggara lýsir viðvörunum lækna sem „fat shaming“. Algengt er að feitabollufeministar fullyrði að ekkert samband sé milli heilbrigðis og ofþyngdar og að þeir sjálfir lifi gríðarlega heilbrigðu lífi þrátt fyrir tugi aukakílóa. Auk þess er málflutningurinn allur á þá leið að valið standi milli offitu og átröskunar.
Hér er ein sem heldur því fram fullum fetum að til þess að halda sér í kjörþyngd þyrfti hún að æfa tvo tíma á dag og neyta ekki meira en 800 hitaeininga.
Á Íslandi eru 20% barna ofalin. Þeim og öðru feitu fólki er enginn greiði gerður með því að afneita vandamálum sem tengjast offitu. Það hlýtur að mega vinna gegn fordómum án þess að telja fólki trú um að það sé áhættulaust að borða meira en maður þarf.