Feministar vilja vafalaust vel með baráttu sinni gegn kynferðisbrotum og öðru ofbeldi gegn konum. Þeir trúa því áreiðanlega að forræðishyggja þeirra, fórnarlambsvæðing kvenna og skúrkvæðing karlmanna, baráttan fyrir forréttindum kvenna og baráttan gegn mannréttindum þeirra karla sem ásakaðir eru um ofbeldi gegn konum, þjóni göfugum tilgangi.
Vitanlega er gott mál að vekja athygli á óréttlæti og kúgun. Gallinn er bara sá að feministar telja sig vera í stríði og svífast bókstaflega einskis ef þeir trúa því að gjörðir þeirra þjóni málstaðnum. Mannorðsmorð þykja t.d. alveg sjálfsögð ef þau þjóna því markmiði að sannfæra almenning um að karlar noti öll tækifæri til að níðast á konum.