Konan sem gerði eitthvað í því

Þann 7. nóvember 2013, fyrir réttum fjórum árum, birti ég þennan pistil.  Sama dag var Kvennablaðið gert almenningi aðgengilegt.

Kvennablaðið er auðvitað ekki ljósvakamiðill en ég held nú samt að sé óhætt að fullyrða að enginn Íslendingur hafi lagt jafn mikið af mörkum til þess að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og Steinunn Ólína gerði með endurreisn Kvennablaðsins. Ja nema ef skyldi vera hún Bríet, langamma hennar sem gaf út fyrsta fjölmiðilinn sem tileinkaður var íslenskum konum; Kvennablaðið.  Halda áfram að lesa

Gillz vann „Fuck you rapist bastard málið“ fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú kveðið upp dóm í fyrra máli Egils Einarssonar gegn Íslandi (Fuck You Rapist Bastard málinu) og komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn rétti hans til æruverndar með sýknudómi sínum fyrir Hæstarétti Íslands.

Forsaga málsins er flestum kunn: Egill var sakaður um nauðgun í félagi við sambýliskonu sína og miklar umræður urðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Saksóknari taldi ekki tilefni til að gefa út ákæru í málinu en það lægði ekki öldurnar og Egill lá áfram undir ámæli. Halda áfram að lesa