Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum. Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa
Árskipt færslusafn fyrir:
Sótthreinsuð barnamenning
Þegar ég var lítil heklaði móðir mín handa mér púða sem ég var mjög hrifin af, súkkulaðibrúnt andlit með trúðsmunn og mikið úfið hár. Þetta var negraskrípi (golliwog), svipað svartálfunum í bókunum um Dodda í Leikfangalandi. Halda áfram að lesa
Áskorun til Guðna forseta
Svo virðist sem ranglega hafi verið staðið að afgreiðslu Alþingis á samþykkt á tillögu dómsmálaráðherra um skipun dómara í Landsrétt.
Þegar er hafin undirskriftastöfnun þar sem skorað er á forsetann að synja lögnum staðfestingar. Vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar má sjá hér.
Málsýni úr lagadeild
16. nóv. 2014
Sérfræðingaútskýring á þeirri hugmynd að allir menn eigi að njóta jafnra borgaralegra réttinda:
Hver persóna á að hafa jafnan rétt á ítrasta kerfi jafnra frelsisréttinda sem samræmst getur sambærilegu kerfi frelsisréttinda fyrir alla.
Á ensku hljóðar þetta svo
Each person is to have an equal right to the most extensive total system of equal basic liberties compatible with a similar system of liberty for all.
Ég veit ekki hver á heiðurinn af þýðingunni sem er að finna á glæru sem notuð er við kennslu við Lagadeild HÍ. Halda áfram að lesa
Sumartásur
Nú er að bresta á með brakandi sumri og tímabært að taka fram sandalana. Ekki bara til þess að leyfa tásunum að sprikla heldur líka til þess að fegurð þeirra njóti sín. Hér má sjá nokkur dæmi um fagurlega skreyttar táneglur, um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

Áður en hafist er handa er heppilegt að verða sér úti um þessar handhægu táskiljur, svo naglalakkið fari nú áreiðanlega á rétta nögl. Halda áfram að lesa
Freudian slip
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154522390582963
Próflestur
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10154435304242963