Bloggið er dautt. Þá á ég við perónulega bloggið sem var vinsælt á árunum 2002-2012, þar sem fólk sagði sögur úr hversdagslífi sínu og viðrar pælingar sínar um daginn og veginn. Ekki reyndar alveg steindautt en Þórdís Gísladóttir er kannski síðasti móhíkaninn. Halda áfram að lesa
Árskipt færslusafn fyrir:
Þarf að taka mark á kjósendum?
Theresa May bað um skilaboð um afstöðu kjósenda til Brexit. Hún fékk skýr skilaboð en ekki þau sem hún bjóst við þegar hún boðaði til kosninga. Hún ætlar ekki að stíga til hliðar þrátt fyrir það, vilji kjósenda skiptir ekki máli nema þegar það hentar henni. Halda áfram að lesa
Hrútvíkkun
Svokallaðir femínistar mega eiga það að þeir eru duglegir að finna sér baráttumál. Íslenskir femnistar áttuðu sig um síðir á hinu stórkostlega vandamáli sem femínistinn My Vingren vakti athygli á fyrir nokkrum árum með herferð sem fólst í því að mynda karlmenn sem sátu gleiðir í lestum og öðrum farartækjum ætluðum almenningi. Halda áfram að lesa
Sjálfsmorðsþjónustan – ný verðlaunakvikmynd
Þorkell Ágúst Óttarsson er íslenskur kvikmyndaáhugamaður búsettur í Noregi. Hann hefur þrátt fyrir takmörkuð fjárráð gert fjölda stuttmynda og hefur nú náð þeim árangri að fyrsta mynd hans í fullri lengd Suicide Service var valin besta myndin í alþjóðlegu kvikmyndasamkeppninni The Monkey Bread Tree, auk þess sem hann var tilnefndur til verðlauna fyrir bestu kvikmyndatökuna. Halda áfram að lesa
Við verðum að gera eitthvað – bara eitthvað
Markmiðið með hryðjuverkum er að skapa ótta og glundroða. Skekja heimsmyndina og fá yfirvöld til þess að setja ómælda peninga og vinnu í vita tilgangslausar aðgerðir. Halda áfram að lesa
Túlkun Kvennablaðsins á gömlum meistaraverkum
Enn eitt hryðjuverkið
The Guardian greindi frá því í gær að ekki færri en sjö manns hafi látist og 119 særst í þremur sprengjuárásum í Kabúl síðustu daga. Fyrsta sprengjan sprakk við jarðarför þegar einn mótmælenda sem létu lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum núna á föstudag var borinn til grafar. Tvær sjálfmorðssprengjuárásir fylgdu í kjölfarið. Meira en þúsund manns voru þar samankomnir og talið er líklegt að tilkynningar um fleiri særða eða látna eigi eftir að berast. Halda áfram að lesa

