Kvæði handa Pardus

Þú eik með styrka grein og stofninn breiða
sem stendur keik er næðingsvindar hvína
og laufgast sumarlangt við götu mína
að lokum mun þér tímans fúi eyða.

Þú græna strá er vætu úr sverði sýgur
og svalar daggartári grjóti hrjúfu,
fótum troðið fast á sömu þúfu
þú fölnar loks og dautt til jarðar hnígur.

Og þú sem forðast heiminn hætturíka
og hólpinn situr kyrr í eigin helsi,
þú þekkir hvorki fullnægju né frelsi
í flatneskju þín ævi endar líka.

Þér finnst það sjálfsagt furðulegt og galið
í falli sérhvers manns er líf hans falið.

Share to Facebook