Betrungur

Af fávitum ég fjölda mikinn þekki
og fíflamjólkin hlaupin er í kekki.
Úr súpuskeið með gati sjaldan verður sopið kálið
og svo skal böl bæta
að bíða og hugsa málið.

Ef heita mjólk með hunangi þú býður
er hending hvenær froðan upp úr sýður
og villijurtir geta verið vatnslosandi, drengur
en svo skal böl bæta
að bíða aðeins lengur.

Því afbrýðin er bundin eignarhaldi
sem innsiglast með kossins töfravaldi.
Þeir æðrast vart sem ekkert vilja eiga til að missa
já, svo skal böl bæta
að bíða með að kyssa.

Og spurning hversu mikið má það kosta
að mynnast út á táknsýki og losta.
En fjandakornið, fokkitt, sjitt, mér finnst svo gott að ríða
og svo skal böl bæta
að bíða með að bíða.

Hvort Kenndin kallast blæti eða siður
það káfar hvorki upp á mig né niður
því sælan er að sökkva stöðugt dýpra, svífa hærra
og svo má böl bæta
að bíða annað stærra.