Lítils met ég þann kærleika
sem umber allt,
breiðir yfir allt
og trúir öllu.
Slíkur er kærleikur gungunnar
sem snýr spegli sínum mót sólu.
Mætti ég fremur biðja um hugrakkan kærleika
sem setur mörk, efast og afhjúpar,
horfir blygðunarlaust
í spegilinn
og fyrirgefur
án þess að píra augun.