Eymd

Ég fékk svar frá Kastljósinu.

Þeir sögðu já!
Þeir ætla að fjalla almennilega um AGS.

Ég er alveg glöð og allt það en einhvernveginn of útbrunnin til að njóta þess.

Ég held að ég verði að teljast í fremur ‘slæmu ástandi’ þessa dagana. Ég er alltaf hálflasin, nánast hætt að sofa, hef ekki þrek til að gera neitt mikið erfiðara en að slengjast út á stoppistöð og hef mig ekki í að gera neitt ein nema hanga á netinu. Nenni ekki einu sinni að taka saman þau gögn sem þarf til að loka búðinni og sækja um vinnu í Noregi. Mig langar ekki að gera neitt nema hanga á netinu og elda helling af mat en ég bý með hráætu og langar sjálfa ekki í neitt nema kex og púrtvín. Jú, mig langar reyndar að liggja í fanginu á karlmanni sem skilur mig, en slíkt hátækniundur hefur enn ekki verið markaðsett fyrir almenning.

Ég er með Borgarahreyfinguna á heilanum. Það er ekki normalt að taka það svona nærri sér þótt gott fólk skilji ekki pólitík og álpist til að taka þáttí ruglinu en þetta fékk meira á mig en þegar Darri greindist með berkla.

Verslaði við skítafyrirtæki áðan og varð miður mín af sektarkennd.
Er með stöðuga sektarkennd gagnvart Palestínu, get ekki einu sinni lesið fréttir þaðan án þess að verða ómótt.

Og nú er ég að velta mér upp úr því að hafa enn ekkert gert í sambandi við AGS nema reyna af veikum mætti að vekja umræðu. Veit ekki einu sinni hvar þessir óþokkar halda sig og verð frekar þreytt en spennt við tilhugsunina um að sletta á þá skyri

Ég verð að komast út úr pólitíkinni í 2-3 daga.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Eymd

  1. ————————————–
    elsku eva mín. það er friðsælt hér í sveitinni og auðvelt að gleyma pólitísku írafári. kíktu endilega við í kaffi, við gætum jafnvel gripið í spil

    Posted by: nanna | 2.03.2009 | 15:41:41

    ————————————–

    Takk Nanna mín. Það getur bara vel verið að ég þiggi það.

    Posted by: Eva | 2.03.2009 | 17:04:30

    ————————————–

    æ Eva. þú getur ekki borið ábyrgð á allri hryggð heimsins. vertu nú almennileg við hana Evu einu sinni.

    Posted by: baun | 2.03.2009 | 18:24:16

     
     

Lokað er á athugasemdir.