Þetta er náttúrulega bilun

Stundum sekk ég í karlfyrirlitningu sem getur enst vikum saman. Það undarlega er að þessi tímabil standa ekki í neinu sambandi við reynslu mína af tegundinni. Undanfarið hef ég t.d. ekki upplifað neitt sem getur skýrt það hversvegna mig langar beinlínis að fara illa með einhvern. Þ.e.a.s. bara einhvern. Helst einhvern ókunnugan. Ekki neinn sem ég þekki. Þetta er nefnilega ekkert persónulegt og mér líkar vel við flesta menn sem ég er í einhverjum tengslum við. Hins vegar vekur konseptið ‘karlmaður’ mér hvílíka andúð að ég hef beinlínis áhyggjur af því.

Og samt langar mig að vera hjá manni.

Best er að deila með því að afrita slóðina