Tvö snyrtileg ráð til að kúga aðra án þess að líta illa út

Segðu; er ég rosalega leiðinlegur ef ég hætti við…? þegar þú ert búinn að plana eitthvað með öðrum. Ef þú svíkur einhvern hreint út áttu á hættu að viðkomandi láti í ljós vonbrigði. Með þessu skothelda ráði snýrðu dæminu við. Félagi þinn getur ekki ætlast til að þú standir við planið.

Ef hann krefst þess er hann um leið að gera þig að þolanda, sem er gegn vilja sínum dreginn í einhverjar aðstæður. Til að komast hjá því að vera alger skúrkur er því líklegast að hann samþykki að þú sért alls ekki leiðinlegur, og taki sjálfur á sig ábyrgðina á því að vera drulluspældur.

Segðu; ég vona að þú takir þessu ekki persónulega, en… áður en þú drullar yfir einhvern (móðganir eru alltaf persónulegar, annars væru þær ekki móðgandi). Þannig hefur viðkomandi engan rétt til að móðgast en þér tekst samt að gera honum og öllum öðrum skiljanlegt að hann sé asni eða aumingi. Á sama hátt er hægt að fría sjálfan sig ábyrgð með því að segja; sko ég er ekki rasisti en… eða, ég vil ekki tala illa um neinn en…

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Tvö snyrtileg ráð til að kúga aðra án þess að líta illa út

  1. ——————————–

    Ah, hvað ég er að díla við svona lið akkúrat núna. Hverju á maður að svara? Fokk jú? Það er í raun eina svarið sem mér dettur í hug.

    Posted by: Kristín | 20.02.2009 | 23:19:16

    ——————————–

    Já, þú ert leiðinlegur.

    Já, ég tek því persónulega.

    Ábendingar um skítát og fokkun bætist við eftir smekk.

    Posted by: Bölverkur | 21.02.2009 | 0:04:03

Lokað er á athugasemdir.