Opið ræsi

Ég man mjg sjaldan drauma en síðustu nótt dreymdi mig einn táknrænan.

Ég var á Hverfisgötunni og rétt fyrir neðan Þjóðleikhúsið var búið að grafa alla götuna upp, miklu dýpra en svo að mögulegt væri að þetta væru aðeins vegaframkvæmdir. Lóa Aldísar var þar og kvikmyndatökumaður með henni og ég gekk til Lóu og spurði hvað væri að gerast. Hún sagði mér að stærsta klóakrottan hingað til væri fundin og einnig fullt af pöddum. Ég leit niður í uppgrafið ræsið og sá þar rottu, miklu stærri en nokkurn kött. Hún var ógeðfelld en ég varð hvorki hrædd né hissa, fannst kannski aðallega skrýtið að sjá bara eina rottu. Ég undraðist hinsvegar mikinn fjölda af pöddum sem líktust kakkalökkum

Best er að deila með því að afrita slóðina