Dömuboð

Baunin hélt dömuboð fyrir nokkrar bitrar konur en boðlegar í gær.

Drottinn minn djöfull hvað var gaman hjá okkur. Ég hef ekki hlegið svona mikið í háa herrans tíð. Reyndar kom í ljós að Anna taldi víst að litli bróðir minn (sem er jafnaldri mannsins sem er með sprungu í skelinni) væri sonur minn. Ég er búin að panta extrím meikóvertíma. Fyrir mig sko, ekki bróður minn.

Matarþema kvöldsins var kúlulaga. Það er með ólíkindum hvað kúlulaga matur býður upp á margar skemmtilegar athugasemdir. Aðal umræðuefni kvöldsins var að vonum dýrategundin hómó erectus. Við dindilhosur eigum það sameiginlegt að hafa hvorki áhuga á því að taka að okkur heimahjúkrun né enduruppeldi. Helsta niðurstaðan var sú að best fari á því að fíla hvorki Fríðu né dýrið.

Ég uppfærði tenglana mína áðan. Bætti Hildigunni, Parísardömunni og Hugskotinu inn. Skrýtnu skrúfunum raðaði ég að einhverju leyti niður eftir virkni og svo eru nokkur dauðvona blogg sem ég vona nú að hressist fljótlega.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Dömuboð

  1. ———————————————–

    takk fyrir síðast, þetta var æði:-)

    Posted by: baun | 14.01.2007 | 15:14:12

    ———————————————–

    en gaman að komast á lista 🙂 takk.

    Posted by: hildigunnur | 14.01.2007 | 15:35:54

    ———————————————–

    Sjovt 🙂

    Posted by: lindablinda | 14.01.2007 | 17:33:23

    ———————————————–

    Takk fyrir síðast, já þetta var djöfull gaman!

    Endurtaka þetta sem fyrst!

    Posted by: anna | 14.01.2007 | 21:05:49

    ———————————————–

    Takk fyrir síðast. Alltaf gaman að kynnast nýju skemmtilegu fólki. Þetta var ekkert smá frábært kvöld!

    Posted by: Harpa | 15.01.2007 | 15:44:03

Lokað er á athugasemdir.