Vinalínan

Sonur minn Kærleiksblómið er hættur í skóla (enda er aðalmarkmið grunnskólans að kvelja hann persónulega með ýmsum tilgangslausum námsgreinum sem hvorki tengjast landbúnaði né tónlist) og búinn að fá sér vinnu. Hann svarar í símann hjá vinalínunni.

Sonur minn Kærleiksblómið stendur sig greinilega mjög vel í því að hugga sorgmædda og hrjáða því þeir sem hringja í hann einu sinni þurfa aldrei á því að halda aftur. Kannski hefur það líka eitthvað að segja að hann notar ákveðna formúlu sem hann spinnur samtölin út frá og hún hefur gefist mjög vel. Formúlan er á þessa leið.

-Rhrmmm.
-Jú, hrrmm, þetta ER vinalínan, hvert hélstu eiginlega að þú værir að hringja? (Hálfviti).
-Einelti. Nú hvernig þá?
-Nú er það nokkuð einelti, er það ekki bara alveg satt, ertu ekki forljótur og með útstæð eyru skögultennur og bólur á rassinum?
-Nei ég SÉ það náttúrulega ekki fíflið þitt en ég heyri allavega að þú ert nautheimskur vælukjói, ekkert skrýtið að þú sért lagður í einelti. Djöfull skal ég líka veðja að ert einn af þessu lúserum sem fylgjast með IDOL.
-Ráðleggja þér? Hvað heldurðu að þetta sé, einhver ráðgjafarstofa eða hvað. Nei litli busi, ég ráðlegg þér ekki að klaga í mömmu, mömmur eru í eðli sínu vondar. Það er bara eitt sem ég get ráðlagt þér auminginn þinn. Þú ættir að verða þér í úti um haglabyssu og finna þér einhvern fallegan stað og skjóta af þér flösuhausinn.
-Nú, segir amma þín að þeir sem stúta sér fari til Helvítis? Þá held ég að þú ættir að drífa í þessu sem fyrst því annars sendi ég hana móður mína til þín og þá fyrst kemst þú að því hvað helvíti er. Hún kann sko að leggja fólk í einelti. Ég skal bara segja þér það landeyðan þín að í síðustu viku þurfti ég bæði að taka til í herberginu mínu og fara út með ruslið og einu sinni var ég neyddur til að fara í bað 4 sinnum í sömu vikunni. Og ekki grenja ég. Ég bara neita að borða morgunmat og skelli hurðum.
-Nei það virkar örugglega ekki hjá þér en ég er heldur ekki nógu mikill aumingi til að hringja vælandi í vinalínuna. Þú hefur ekkert götts til að skella hurðum og urra svo þú ættir frekar að skjóta þig og hættu svo að bögga mig með þessum heimskulegu símtölum. (Bjáni)

Best er að deila með því að afrita slóðina