Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Mynd Hanna/mbl

Mynd: mbl.is/Hanna

Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

Flóttakona hýdd í Íran – Norðmenn ábyrgir

Myndin er héðan http://women.ncr-iran.org/images/iran_news/September2017/092101.jpgFyrr í þessari viku var flóttakona hýdd í Íran. Hún heitir Leila Bayat og okkur kemur þetta mál við, ekki bara vegna þess að öll mannréttindabrot koma okkur við, heldur vegna þess að það vekur spurningar um stefnu Íslendinga í málefnum hælisleitenda. Halda áfram að lesa

Sirkus og þingkosningar

Myndin er eftir Bernard Spragg https://www.flickr.com/photos/volvob12b/9101944483Best er að hafa á þingi þæga trúða sem gera eins og Flokkseigendafélag Íslands vill

Eftir gífurlega vel heppnaða kennslustund kom samnemandi að máli við mig og spurði hvort ég ætlaði að kjósa og hvernig mér þætti að hafa þingkosningar á hverju ári. Sá er Íri og hefur fylgst með íslenskri póltík frá því í hruninu og fær oft annað sjónarhorn en það sem heimspressan býður upp á, í gegnum íslenska vinkonu sína. Halda áfram að lesa

Kosningaspá 2017

Eftir allt sem á undan er gengið er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Fylgi flokksins jókst í kjölfar Panamahneykslisins og liggur beinast við að túlka það sem stuðning eða a.m.k. samþykki fyrir þeirri spillingu og leynimakki sem þar afhjúpaðist. Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn bæti nú við sig fylgi frá síðustu kosningum. Halda áfram að lesa