Önnur kveðja til Erdoğans

Ræðismaður Tyrklands á Íslandi svaraði beiðni minni um að koma kveðju minni til Erdoğans á miðvikudag. Hann var hinn elskulegasti og sagðist hafa framsent hana á sendiráðið í Osló, sem sér víst um samskiptin við Tyrkland. Ég hafði reyndar sent þeim póstinn líka og mun þá snúa mér þangað hér eftir. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Kveðja til Erdoğans

Á Íslandi er refsivert að mógða erlenda þjóðhöfðingja. Sú ágæta þingkona Steinunn Þóra (ein af þeim fáu sem hefur tekið raunverulega afstöðu með kúguðum og hrjáðum) hefur beitt sér fyrir því að þessi miðaldastemning verði afnumin úr íslenskum lögum en uppáhaldsráðuneytið mitt leggst gegn því. Það þarf að vernda fínimenn – valdníðinga jafnt sem þá virðingarverðu – frá skoðunum almennra borgara á þeim.

Ég er tilbúin til þess að láta reyna á þessi lög. Ekki bara svona upp á grínið heldur af því að mér finnst full ástæða til þess að móðga tiltekna þjóðhöfðingja. Í augnablikinu er það níðingurinn Erdoğan sem mér finnst liggja mest á að smána og auðvitað spilar það inn í að ég get ekki reiknað með að sjá son minn aftur. Ég er að vísu stödd utan íslenskrar lögsögu í augnablikinu en ef kemur að því að við sjáum ástæðu til að halda minningarathöfn getur hinn viðurstyggilegi þjóðhöfðingi Tyrkja haft samband við yfirvaldið og látið reyna á móðgunarrétt sinn gegn málfrelsi mínu.

Ég sendi þetta kort hér að ofan á ræðismann Tyrklands á Íslandi núna áðan með eftirfarandi texta:

Æruverðugi ræðismaður Tyrklands á Íslandi

Getur þú komið til skila þessari hugvekju minni til þjóðarleiðtogans og fasistaforingjans Erdoğans? Ég mun einnig birta hana á vefsvæði mínu http://www.norn.is en tel öruggast að koma henni í þínar hendur svo hún fari áreiðanlega ekki fram hjá honum.

Með kveðju
Eva Hauksdóttir

Share to Facebook

Upplýsingatregða

Ég býst við að það sé prófraun fyrir stjórnsýsluna að þurfa að leita að týndum manni, eða líki, í annarri heimsálfu, þar að auki á átakasvæði. Og ekki bætir úr að sá týndi hefur lagt sig fram um að leyna upplýsingum um ferðir sínar og athafnir. Ég hef alveg skilning á þeirri erfiðu stöðu sem hefur blasað við starfsfólki Utanríkisráðuneytisins frá 6. mars sl. Ég er viss um að þau hafa unnið heilan helling, hringt í mann og annan og kannað ýmsar leiðir til að finna þetta lík. Halda áfram að lesa

Share to Facebook

Almenningur hefur áhrif

Ein af fjölmörgum árásum Tyrkja á Afrín. Myndin er héðan.

Macron Frakklandsforseti hefur boðið fram aðstoð sína við sáttamiðlun milli Tyrkja og Kúrda. Samkvæmt fréttastofu Reuters eru þetta viðbrögð hans við þrýstingi heima fyrir. Þrýstingur þarf ekki bara að koma frá stjórnmálamönnum og mannréttindahreyingum, það skiptir líka máli að hinn almenni borgari komi skoðunum sínum á framfæri við stjórnvöld. Halda áfram að lesa

Share to Facebook