Mér varð satt að segja nokkuð brugðið þegar ég sá að ein þeirra sem eiga sæti í vinnuhópi sem stefnt er gegn „upplýsingaóreiðu“ Anna Lísa Björnsdóttir hefur birt lista yfir áreiðanlega blaðamenn „og aðra“ sem skrifa um kórónufaraldurinn.

Nú er landlæknir meðal þeirra sem hljóta gæðastimpil þessa sannleiksfulltrúa og almennt hlýtur maður að reikna með að landlæknisembættið gefi þær upplýsingar sem það telur áreiðanlegastar og bestar.

Það kemur því nokkuð á óvart að sjá að þann 30. mars taldi sannleiksfulltrúinn barnalækni í New York áreiðanlegri upplýsingaveitu en landlækni. Það verður áhugavert að sjá hvar landlæknisembættið lendir á falsfréttakortinu þegar vinnuhópurinn skilar niðurstöðum sínum.