Ég hef þegar velt vöngum yfir þeirri undarlegu ákvörðun að koma á fót vinnuhópi sem á að skera úr um það hvaða upplýsingar teljist falsfréttir. Sérstaklega í ljósi þess að þegar hafa komið fram vægast sagt vafasamar hugmyndir um það hvað teljist falsfrétt og hvað ekki.

Rétt í þessu var mér bent á Twitter-færslu annars meðlims þessa hóps, Önnu Lísu Björnsdóttur, sem jafnframt er starfsmaður Vinstri grænna.

Með Twitter-færslunni birtir Anna Lísa lista yfir blaðamenn og stjórnvöld sem að hennar sögn birta bara réttar upplýsingar. Nú bíðum við bara spennt eftir listanum yfir þá blaðamenn sem ekkki hljóta náð fyrir augum ritskoðenda.