Fóstbræður eru stórkostlegasta skáldvirki íslenskrar menningar. Þeim tókst að fanga alla okkar menningarkima og sérvisku í fimm litlum þáttaröðum. Þau voru ómetanlegur spegill fyrir þjóðarsálina þá og eru enn í dag.

Hvernig myndu Fóstbræður túlka pólitík í dag?

Framsóknarflokkurinn – Gyða Sól

Það er ekkert leyndarmál hvaðan hún og hennar fólk kemur. En hvert hún er að fara er ráðgáta. Ef okkur langaði að komast að því væri skemmtilegast bara að halla sér aftur og hlusta á gullmolana sem vella upp á meðan hún sýslar við hitt og þetta. Og guð veit að Gyða Sól er of dugleg til að hætta að sýsla við hitt og þetta. Hún myndi jafnvel renna sér undir bíl komin níu mánuði á leið.

Sjálfstæðisflokkurinn – Ertu aðgera grín að mér, helvítið þitt?

Þó hann sé óaðfinnanlega klæddur og vel máli farinn kann þessi Herramaður ekki mannleg samskipti. Sjálfsmyndin er eitthvað á mis, og Herramaðurinn kippir sér ekki upp við að valta yfir fólk því Herramaðurinn fær það sem Herramaðurinn vill- en auðvitað er hann samt alltaf fórnarlambið.

Miðflokkurinn – Persónulegi trúbadorinn Helgi

Hann er alveg hæfileikaríkur, og lögin eru fín, en mig grunar að þessi framkoma snúist um eitthvað allt annað en tónlist.

Píratapartíið – Spliff, donk og gengja

Stíflaður vaskur? Bremsurnar i ólagi? Stjórnarskráin biluð? Þú skilur ekkert til hvers þessi nýtíska er, en sölumaðurinn er mjög ákafur.

Vinstri Græn – Dúettinn Plató

Samfylkingin – Bílastæðaverðirnir

Alltof mikið af persónum, nöfnum, atburðum og fléttum sem á endanum fjalla ekki um neitt.

Flokkur Fólksins – Ragnar Reykás

„En hann er úr Spaugstofunni?“ segir þú. Og það er  rétt. Við vitum heldur ekkert hvað hann er að gera hérna en mikið getur hann talað.

Viðreisn og Björt Framtíð

No comment.

Íslenska þjóðin – Indriði


ÞAÐ ER ALLTAF ÞETTA BANK Í VERÐTRYGGINGUNNI
ÉG ER BÚINN AÐ MAAARGSKRIFA ÞENNAN PISTIL OG ENGINN HLUSTAR Á MIG
OG HVER Á AÐ LAGA HÚSNÆÐISMARKAÐINN? Á *ÉG* AÐ GERA ÞAÐ?!

Mitt fyrsta verk á þingi væri að breyta andliti bergrisans á skjaldarmerkinu í Indriða. Vona að enginn sé á móti því.

Halldór Logi Sigurðarson skipar 6. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Helgi Laxdal er kapteinn Pírata á Norðausturlandi