Ég er femínisti – EN …

  • en ég er samt ekkert að segja að konur séu rosalega kúgaðar
  • en mér finnst framkvæmd VG á röðun kvenna á framboðslistum ekki vera jafnréttisstefna.
  • en ég held ekki að rugludallarnir í albúmi Hildar Lilliendahl standi fyrir dæmigerð viðhorf.
  • en ég er samt á móti því að glæpvæða kynlífsþjónustu.
  • en ég sé ekkert kvenfjandsamlegt við fegrunaraðgerðir.
  • en það hallar líka á karlmenn á sumum sviðum.

Og svo framvegis. Og svo framvegis.

Það er einmitt þetta stóra EN sem oft fylgir þegar fólk segist vera feministar sem bendir til þess að viðhorf þess eigi sáralítið skylt við kvenhyggju.

Það er eðlilegt að fólk sem hefur áhuga á kynjapólitík og svíður óréttlæti gegn konum telji sig feminista vegna þess að strategía kvenhyggjusinna hefur falist í því að telja almenningi trú um að feminismi sé jafnréttisstefna.  Sjálf stóð ég árum saman í þeirri trú að mínar skoðanir á kynjamálum féllu undir einhverja sérviskulega grein feminismans. Þótt e.t.v. væri með góðum vilja hægt að troða mér inn í slíka skilgreiningu, skiptir það engu máli, þegar allir feministar sem eitthvað heyrist frá eru mér ósammála í grundvallaratriðum.  Í kynjafræðinni við í Háskóla Íslands er ég skilgreind sem  “kyndilberi andfeminisma á Íslandi“ og það er miklu sannari greining en að kalla mig pro-sex feminista, tilvistarfeminista eða femeitthvað annað. Margir femENistar eiga jafn lítið sammerkt með kvenhyggjusinnum og ég sjálf og ef þú ert í þessum EN-hópi gætir þú komist að óvæntri niðurstöðu með því að bera þínar eigin skoðanir saman við ríkjandi kvenhyggju annarsvegar og viðhorf kyndilbera andfeminismans hinsvegar.

Útlitsdýrkun

Atvinnulífið

Feðraveldi

Kynbundið ofbeldi

Nauðgunarmenning

Að koma í veg fyrir nauðganir

Þetta eru aðeins nokkur dæmi um kynjamál sem voru mikið í umræðunni á síðasta ári. Ef þú hefur lesið þetta í gegn og ert sammála viðhorfi kvenhyggjunnar í flestum atriðum þá ertu feministi. En ef ENin eru svo mörg að þú átt eiginlega meira sameiginlegt með kyndilbera andfeminsmans, hvað ertu þá? Feministi sem er sammála andfeministum? Eða kannski femenisti? Eða ertu kannski bara jafnréttissinni með áhuga á kynjapólitík og alls enginn feministi?