Prófarkalesarar þurfa helst að hafa gaman af því að ráða gátur. Einkum þegar próförkin er þýdd úr ensku. Það virðist nefnilega sem nóg sé að kunna hrafl í ensku til að fá vinnu við þýðingar en íslenskukunnátta sé álitið algert aukaatriði.

Dæmi dagsins: fullkomið sæti til afslöppunar. Ég reikna með að hér sé átt við fyrirbæri sem í mínu ungdæmi var kallað hægindastóll.

Uppáhaldsmálsgreinin mín, af öllum sem ég hef tekið að mér að lesa yfir, er þessi:
Samtöl eru fyndin og það er snúið skemmtilega upp á alls konar grín með því að manngera mörgæsir sem gefur tilefni til margra fyndinna brandara.

Það er langt síðan ég fékk þennan texta í hendurnar en ég er enn að reyna að ráða fram úr þessu dulmáli. Mér dettur helst í hug að það að snúa skemmtilega upp á grín sé þýðing á twisted humor.

Þessar manngerðu mörgæsir sem snúið er upp á með gríni eru að leita að sæti til afslöppunar

Þessu tengt: