Dómstjórinn sem kom af fjöllum

Fréttablaðið hefur birt grein okkar Aðalheiðar Ámundadóttur um upplýsingamál og samskipti við Héraðsdóm Reykjaness. Nú hefur Þorgeir Ingi Njálsson sótt um stöðu Hæstaréttardómara. Við erum að tala um mann sem fyrir nokkrum mánuðum vissi ekki, eða þóttist ekki vita, að almenningur ætti rétt á aðgangi að dómum í opinberum málum. Hér er greinin sem birtist í Fréttablaðinu: Halda áfram að lesa

Fórnarlambsvæðing Bradleys Manning

Það á semsagt að fara þá leið að nota kynhneigð mannsins til þess að gera hann óábyrgan gjörða sinna í stað þess að reyna að fá rétt almennings til upplýsinga viðurkenndan. Eflaust vita lögfræðingar hans hvað þeir eru að gera en mikið ofboðslega er skítt ef er útilokað að fá hann sýknaðan á þeirri forsendu að menn megi upplýsa um, reyna að stöðva eða koma í veg fyrir óhæfuverk yfirvalda.