Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í tilefnislausri innrás Tyrkja í Sýrland. Andlát hans hefur ekki verið staðfest. Þessa fjóra mánuði þykist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa verið að leita að honum samtímis því sem hún hefur lagt sig fram um að treysta vináttu og viðskiptasambönd við fasistaríkið Tyrkland. Þau fylgja leiðbeiningum tyrknesku lögreglunnar við leitina. Halda áfram að lesa

Svar mitt við haturspóstum Tyrkja

Originally published in English

Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta

Haldið þið virkilega að ég sé svo grunnhyggin að drulluléleg samklippt mynd af íslenska fánanum með skítahaug geti komið mér í upnám? Sjáið til, það eruð þið vesalingar, sem tilbiðjið stjórnmálamenn og fána, ekki ég. Fyrir nokkrum áratugum var íslenski fáninn tákn sjálfstæðisbaráttunnar. Núorðið er hann aðeins tákn illkynja þjóðernishyggju og þeir sem helst hampa honum eru múslímahatarar, þar á meðal fyrirlitlegir rasistar sem ráðast á Tyrki fyrir það eitt að vera tyrkneskir. Fyrir alla muni drullið yfir íslenska fánann hvenær sem ykkur lystir. Ég mun gera það líka þegar ég verð uppskroppa með myndir af Erdoğan. Halda áfram að lesa

Alþjóðadómstóll telur Erdoğan ábyrgan fyrir stríðsglæpum


Í gær komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Dómurinn mælir meðal annars með því „neyðarástandi“ verði aflétt en í skjóli þess hafa Tyrkir áskilið sér rétt til að sniðganga ýmis ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttarríkið verði endurreist í Tyrklandi, blaðamönnum og fræðimönnum sleppt úr haldi og fjölmiðlafrelsi endurvakið. Ennfremur að Tyrkir kalli herdeildir sínar frá Afrín og að stríðsglæpir verði rannsakaðir í Tyrklandi og sekum refsað fyrir stríðsglæpi. Halda áfram að lesa