Originally published in English
Kæru Erdoğandýrkendur sem hafið sent mér haturspósta
Haldið þið virkilega að ég sé svo grunnhyggin að drulluléleg samklippt mynd af íslenska fánanum með skítahaug geti komið mér í upnám? Sjáið til, það eruð þið vesalingar, sem tilbiðjið stjórnmálamenn og fána, ekki ég. Fyrir nokkrum áratugum var íslenski fáninn tákn sjálfstæðisbaráttunnar. Núorðið er hann aðeins tákn illkynja þjóðernishyggju og þeir sem helst hampa honum eru múslímahatarar, þar á meðal fyrirlitlegir rasistar sem ráðast á Tyrki fyrir það eitt að vera tyrkneskir. Fyrir alla muni drullið yfir íslenska fánann hvenær sem ykkur lystir. Ég mun gera það líka þegar ég verð uppskroppa með myndir af Erdoğan.
Og hvers vegna í ósköpunum haldið þið að það angri mig þótt þið bölvið kristindómnum og hrópið eitthvað jafn aumkunarvert og „fari Jesús kristur til fjandans“? Jesús var stórmerkilegur maður en ég er ekki kristin og þótt ég væri það þá er þetta bara ekki nógu hugvitsamleg móðgun til þess að misbjóða mér. Ég játa engin trúarbrögð en ég trúi sannarlega á tjáningarfrelsið og ég virði rétt ykkar til að segja Jesú að fara til fjandans. Alveg eins og ég virði rétt ykkar til að teikna myndir af Múhammed spámanni ef ykkur langar að teikna. Rétt eins og ég virði rétt Böhmermann’s til að birta þetta ljóð.
Hvað sjálfa mig varðar þá er ykkur frjálst að kalla mig hverju því ónefni sem ykkur kemur í hug og klína viðvaningslegu fótósjoppi inn á myndir af mér að eigin vild. Ég kippi mér heldur ekki upp við það.
Hér er dæmi um vel lukkaða móðgun og myndvinnslu sem ber vott um sköpunargáfu. Hún er einföld, smellin, tákræn, sannleikanum samkvæm og nógu djörf til að gera þjóhöfðingja Tyrklands ennþá brjálaðri en hann var fyrir. Ég veit ekki hver á heiðurinn af henni en ef ykkur langar að móðga einhvern þá gætuð þið kannski lært eitthvað af þessum listamanni.
Þær aumkunarverðu klippimyndir sem þið eruð að reyna að fylla pósthólfið mitt með eru hvergi nálægt því að standast þennan samanburð. Þær eru hlægilegar og mér er skemmt yfir vanhæfni ykkar en að öðru leyti hefur haturspóstur engin áhrif á mig, hvort heldur er texti eða myndir.
Þið, hinsvegar, eruð augljóslega að fara á límingunum vegna reiði einnar konu yfir því að einveldi skuli þrífast. Ég vissi svosem að það þarf lítið til að koma hópi hálfvita úr jafnvægi en ég átti nú samt ekki von á því að einföld fánabrenna gæti haft svo mikil áhrif. Það er mér sönn ánægja að sjá aðdáendur Erdoğans froðufellandi af reiði vegna aðgerðar sem útheimti ekki meiri metnað.
Svo virðist sem einhverjir ykkar séu nógu heimskir til að halda að aumkunarverðar árásir ykkar muni þagga niður í mér. Aðrir halda að það sé hægt að stinga upp í mig með morðhótunum. Látið ykkur bara dreyma, ég læt ekkert þagga niður í mér. Á sama tíma og íslenski fáninn er orðinn tákn þjóðernishyggju er tyrkneski fáninn orðinn táknmynd fasismans. Og hver sá Tyrki sem styður fasistastjórn Erdoğans ber ábyrgð á því. Allir gera mistök og ég mun ekki ásaka ykkur þegar að því kemur að þið áttið ykkur á því hvað þið hafið gert en ég mun tjá skoðanir mínar á fasisma á hvern þann hátt sem mér bara sýnist, þar með talið með fánabrennum, hvenær sem mér sýnist og hvar sem mér sýnist. Og ég mun segja frá slíkum aðgerðum á internetinu aftur og aftur. Þið ættuð bara að reyna að venjast því.
Við þá ykkar sem hafið sent mér morðhótanir hef ég þetta að segja:
Ég er ekkert hrædd við ykkur. Ef ég væri smekklaus myndi ég segja ykkur að serða svín en ég hef enga ástæðu til að móðga svínið.
Það er sjálfsagt illskiljanlegt þeim sem ólust upp við fasisma Erdoğans – en það er ekki hægt að ritskoða internetið. Jafnvel þótt þið hefðuð kjark til að drepa mig gætuð þið samt ekki þaggað niður í mér. Skilaboð mín eru enn á netinu og ef ofstækismenn yrðu mér að bana yrði þeim sennilega dreift um víða veröld. Aukinheldur bý ég í réttarríki þar sem fólk kemst yfirleitt ekki upp með pólitísk morð. En örvæntið ekki, ég get gefið ykkur góð ráð sem slá á blóðþorsta ykkar eða dreifa i það minnsta huganum.
- Stingdu 10 metra hárri fánastöng upp í rassgatið á þér
(Þú ert náttúrulega með kústskaft í rassgatinu nú þegar en flaggstöng myndi hæfa þér enn betur.) - Hneygðu þig niður í gólf og sleiktu tær einræðisherrans
(Þetta getur orðið snúið þar sem þú ert með 10 metra fánastöng fasta í heilanum en þú fékkst það sem þú kaust og munt því hvort sem er neyðast til að sleikja á honum lappirnar svo þetta er góð æfing. Og nei, fætur hans ilma ekki eins og paradís, það er bara venjuleg táfýla af þeim.) - Andaðu djúpt og fyndu fnykinn af sjálfsdýrkuninni. Þegar þú hefur sleikt bífurnar á þessum undirsáta Andskotans skaltu nota tyrkneska fánann til að þerra á honum tærnar.
(Og láttu það ekki koma þér á óvart þótt Hans Hofmóður launi sleikjuskapinn með því að spræna á hnakkann á þér.)
Þetta ætti að koma þér til, allavega nógu vel til þess að þú sökkvir þér í kynóra í stað morðóra, að minnsta kosti smástund.
Og þið sem ekki eruð gefnir fyrir ofbeldi en eruð sármóðgaðir vegna fánabrennunnar:
Vaknið nú af dvalanum og sjáið það sem er að gerast. Fáni Tyrklands er enginn þjóðfáni lengur heldur tákn Erdoğans og stjórnar hans. Hann er tákn ritskoðunar, mannréttindabrota, stríðsglæpa og einveldis. Þið getið úthúðað mér, það bítur ekki á mig, ég veit að allir geta orðið heilaþvætti að bráð og ég fæ ekkert óbeit á ykkur þótt þið hreytið fjúkyrðum. Almennt væri þó skynsamlegt af ykkur að vera almennilegir við þá sem mótmæla fasisma. Því þegar að því kemur að harðstjórn Erdoğans bitnar á ykkur, eins og svo mörgum öðrum ágætum Tyrkjum, verða það þeir sem ekki standa þeygjandi hjá sem munu styðja andspyrnu ykkar, gangast fyrir undirskriftasöfnunum til að ná ykkur út úr fangelsi, aðstoða ykkur við að flýja eða berjast fyrir rétti ykkar til alþjóðlegrar verndar. Sumir bræðra ykkar og systra í Tyrklandi eru þegar farin að undirbúa uppreisn en þið gætuð þurft á vinveittum útlendingum að halda, fyrr en ykkur rennur í grun.