Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Hvað höfðingjarnir hafast að

images (1)Og svona fyrst ég er farin að tala um Megas – sem án efa er mestur núlifandi ljóðsnillinga Íslands og hugsanlega allra tíma; ætli þeir sem hvað mest hafa hamast á Gillz vegna kvenfyrirlitningar hafi kynnt sér höfundarverk Megasar? Einhverjum ofbauð jú þegar hann orti um að telpur væru töfrandi frá tólf og niður í átta en ekki einu sinni það olli öðru eins fjaðrafoki og margra ára gömul bloggfærsla markaðsvæðingargaursins.

Halda áfram að lesa