Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“.

Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. Halda áfram að lesa

Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?

Það er helbert rugl að þessi mótmæli hafi ekki valdið umferðartöfum. Lögreglan hefur þurft að snúa mörgum bílstjórum frá.

Sennilega á þessi frétt um engar tafir að breiða yfir ráðaleysi lögreglunnar sem er nú loksins að átta sig á því að það er bara mjög hæpið að lögreglan hafi rétt til að grípa inn í mótmælaaðgerðir af þessu tagi.

Hér á eftir fer skýring Saving Iceland á tiltækinu. Halda áfram að lesa

Bjargvættirnar komnar á kreik

Duglegt fólk frá mörgum löndum dreif sig í Helguvíkina í morgun.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið birti ég hér að neðan nánari útlistun. Hinir munu sjálfsagt gjamma um hryðjuverkamenn og atvinnulausa atvinnumótmælendur í þeirri sælu blekkingu að ‘hreina orkan’ okkar sé að bjarga jörðinni frá kolaknúnum álverum í Kína og okkur Íslendingum frá hungurdauða.

Halda áfram að lesa

Út um rassgatið á sér

Stundum efast ég um að fólk geti virkilega verið eins vitlaust og það gefur sig út fyrir að vera. Umræðurnar á Moggablogginu í framhaldi af uppákomu nokkurra aktivista í Kringlunni í gær eru gott dæmi. Hver bloggarinn af öðrum lýsir hneykslun sinni en virðist ekki hafa áttað sig á því hvað málið snýst um. Halda áfram að lesa