Sóðaskapurinn hjá DV

Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningum sem vöknuðu hjá mér við umfjöllun Rásar 2 um mál Romylyn Patty Faigane frá Filippseyjum. Aðrar og ógeðfelldari spurningar vekur þessi umfjöllum DV um málið, m.a. spurningar um það hvort markmið fréttarinnar sé það að varpa gruni um skjalafals á stúlkuna eða einhvern úr fjölskyldu hennar að ósekju. Halda áfram að lesa

Að taka afstöðu

shit

Uppskrift að áburði:

Finnum gamlan, botnfallinn skít. Hrærum rækilega upp í honum og dreifum soranum sem víðast svo öruggt sé að drullan lendi í sem flestum hálfgrónum sárum.

Jafnvel þótt útilokað sé að eyða leðjunni og eina leiðin til að hreinsa vatnið sé sú að leyfa henni að setjast, höldum þá áfram að hræra upp í skítnum. Berum svo mykjuna á túnið. Þannig grænkar beitiland sorpblaðamennskunnar.
Halda áfram að lesa

DV mun lifa

060110 (1)Ég sé ekki alveg lógíkina í því að ásaka menn opinberlega um morð, sem ekkert bendir til að þeir hafi framið, þegar augljós sök þeirra er sú að brjóta mann niður andlega með því að ásaka hann opinberlega um glæp, sem hugsanlegt er að hann hafi framið. Halda áfram að lesa

DV er ógeð

dv_oglogo

Plúsinn svona ansi snjall í dag. Býður landanum tveggja mánaða áskrift að þeim ómerkilega snepli DV með svarmöguleikunum Já takk ég þori og vil gerast áskrifandi að DV í 2 mánuði og fá 2 miða á Sailesh og Nei takk, ég þori ekki.

Ég sé ekki í fljótu bragði að það þurfi sérstakt hugrekki til að láta fóðra sig á ærumeiðandi kjaftasögum. Ef það er fáránleiki fyrirsagnanna sem heillar er nærtækara að kíkja á Baggalút. Það kostar ekkert og þar sem sú netsíða er kynnt undir merkjum fáránleika, ættu fréttir og fyrirsagnir sem þar birtast ekki að skaða neinn alvarlega. Sá vondi blöðungur DV þykist hinsvegar færa okkur alvöru fréttir sem er öllu alvarlegra.

Þar sem Plúsinn býður ekki upp á svarmöguleikann Nei, ég borga ekki fyrir pappír undir kattasandinn eða Nei, ég styð ekki blað sem hefur sorpfréttamennsku að yfirlýstu markmiði svaraði ég þessari auglýsingu ekki.

Ósmekkleg hefð í fréttamennsku

conjoined-twins-turtlesMikið óskaplega finnst mér ósmekklegt hvað fjölmiðlar leggja sig mikið eftir fréttum af fæðingu síamstvíbura. Eiga fréttir af fötlun sem engin leið er að fyrirbyggja virkilega sérstakt erindi við almenning? Ég efast um að foreldrar og læknar yrðu hrifnir ef sjónvarps- og blaðamenn mættu á staðinn til að taka myndir í hvert sinn sem barn fæddist með vatnshöfuð, litningagalla eða aðra fötlun en þegar um samvaxna tvíbura er að ræða er engu líkara en heimurinn standi á öndinni af löngun til að berja afskræminguna augum og enginn virðist mótmæla.

Halda áfram að lesa