Meira ofbeldi af hálfu ríkisins en kúnnanna – Pye Jakobsson um afglæpavæðingu kynlífsþjónustu o.fl.

pye-jakobsson-2014-688x451

Viðtal sem ég tók fyrir Kvennablaðið

Kvennablaðið hefur síðustu daga birt umfjöllun um opið bréf sænsku samtakanna Rose Alliance til utanríkisráðuneytisins þar sem skorað er á íslensk yfirvöld að endurskoða þá afstöðu sína að leggjast gegn því að hugtakið sex worker verði notað í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. 250 samtök og hreyfingar hafa lýst yfir stuðningi við þessa áskorun. Pye Jakobsson, talsmaður Rose Alliance, heimsótti á Ísland á dögunum, Kvennablaðið tók hana tali. Halda áfram að lesa

Umfjöllun um staðgöngumæðrun afvegaleidd

screen-shot-2015-09-25-at-08-38-25-688x451

Síðasta fimmtudagskvöld fjallaði Kastljósið um staðgöngumæðrun. Í tengslum við þá umfjöllun var birt viðtal við konu sem gaf barn til ættleiðingar. Saga Guðlaugar Elísabetar Ólafsdótur er átakanleg og allir hljóta að finna til samúðar með konu sem gefur frá sér barn og sér eftir því. Halda áfram að lesa

Staðgöngumæðrun, heilaspuni og rannsóknir

staðganga
Enda þótt konur lifi að jafnaði lengur en karlar, lendi síður í slysum og séu líklegri til að leita aðstoðar ef þær lenda í aðstæðum sem þær ráða ekki við, álíta margir, bæði karlar og konur, að okkur konum sé alls ekki treystandi til að taka ákvarðanir sem varða líf okkar og líkama. Halda áfram að lesa

Píkuhár, augnhár og nýhreintrúarstefna

augnhár
Hvert sem ég fer, sé ég fallegar, ungar konur, með augnhár sem minna helst á skítuga kústa. Af hverju í ósköpunum gera þær þetta? Vita þær ekki að dæmi eru um að snyrtivörur hafi valdið sýkingum í augum, einkum ef notaðar eru gamlar vörur sem margir hafa notað eða ef stúlkan veit ekki almennilega hvað hún er að gera? Halda áfram að lesa

Hugtakaskýring handa lesendum leyniskyttunnar

brokarlaus

Þessi bloggari kærir sig ekki um að heyra álit annarra og leyfir því ekki umræður á blogginu sínu en þar sem vera má að einhverjir þeirra sem hafa velt sömu hugtökum fyrir sér hafi meiri áhuga á samræðu en einræðu, skal ég taka að mér að útskýra þessi hugtök sem að hobbýfemisma undanskildum falla undir það sem ég kalla „dólgafeminisma“ (vulgar feminism) þ.e. feminisma sem setur hugsjónina ofar heilbrigðri skynsemi og valtar yfir rétt annarra. Halda áfram að lesa