Að falla fyrir kapítalískri lygi

lamin-löggaÍ kjarabaráttu verður hver stétt sú mikilvægasta í veraldarsögunni og jafnframt sú vanmetnasta og sú göfugasta. Munið eftir auglýsingunni sem sýndi eymingja lömdu lögguna með búsó í bakgrunni? Jesús minn hvað löggi litli átti bágt. Mig langaði mest að hugga hann og gefa honum kjötsúpu.

Halda áfram að lesa

Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson

Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.

Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)

Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa

Heimsókn til kynferðisbrotadeildar lögreglunnar

upplýsingar
Því er ennþá haldið fram sem staðreynd að það sé nánast útilokað að fá kynferðisbrota- menn sakfellda. Að allt að 80% mála sé vísað frá, og enda þótt mál fari fyrir dóm séu fáir sakfelldir, að lítið tillit sé tekið til andlegra áverka brotaþola og margar konur veigri sér við að kæra þar sem þær gangi í gegnum aðra nauðgun af hálfu réttarkerfisins. Halda áfram að lesa

Á ekkert að spyrja Þvaglegg sýslumann?

Af hverju er enn enginn íslenskur blaðamaður búinn að gefa almenningi upplýsingar um það hverju hinn landsþekkti lögregluafglapi Þvagleggur sýslumaður svaraði þegar þeir spurðu hversvegna ekki hefði verið lýst eftir árásamönnunum fyrr en tæpum mánuði eftir atvikið? Gleymdu þeir nokkuð að spyrja?

Hvernig gengur annars rannsókn þessa máls? Ætlar einhver blaðamaður að spyrjast fyrir um það.

Síðasta tækifæri

Á næstu dögum mun Ögmundur Jónasson taka afstöðu til kröfu um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.

Ögmundur getur ekki fyrirskipað endurupptöku en hann getur beitt sér fyrir henni með því að mælast til þess við hæstarétt og verði hæstréttur ekki við því getur Ögmundur skipað rannsóknarnefnd. Álit slíkrar nefndar hefur ekkert lagalegt gildi og máir sennilega ekki skítaglottið af smetti Valtýs Sigurðssonar en eitthvað gæti þó komið í ljós sem gefur enn eitt tilefnið til endurupptöku.

Snemma í fyrramálið verður þessi áskorun send Ögmundi. Þátttaka hefur verið dræm. Margir hafa skorast undan því að setja nafn sitt við þetta með þeim orðum að þeir viti ekki nóg um málið til að taka afstöðu. Sú afstaða er byggð á misskilningi. Með því að undirrita þessa áskorun er ekki verið að taka afstöðu til þess hvort dómfelldu voru sekir eða saklausir, heldur þá afstöðu að rannsókn málsins hafi verið gölluð og því sé ástæða til að kanna hvernig að henni hafi verið staðið og hvort hún hafi gefið tilefni til sakfellingar.

Ég hvet þá sem enn hafa ekki undirritað áskorunina til að gera það nú þegar.

Hér eru tenglar á umfjöllun Ísland í dag um málið.
Fyrri þáttur
Seinni þáttur.