Hallelujah

Hallelujah, dýrð sé Gvuði, eftir Leonard Cohen er sennilega eitthvert vinsælasta lag síðustu ára. Gott lag, grípandi, sönghæft án þess að vera of einfalt. Ég held reyndar að textinn eigi töluverðan þátt í þessum miklu vinsældum en þar er tekist á við dýpstu kennd mannsins, ástina, sem færir manni ekki endilega hamingju en er þó svo ólýsanlega dýrðleg. Mér skilst að Cohen hafi ort á sjöunda tug erinda. Ég þekki aðeins sjö þeirra en í þeim renna ástin, listin og trúin saman í eitt allsherjar hallelujah, lofgjörð sem er þó svo brothætt og jarðbundin að hvergi örlar á væmni.

Halda áfram að lesa

Ljóðið lifir

Keli vinur minn er haldinn þeirri meinloku að ljóðið sé dautt. Sennilega hefur hann bitið þessa vitleysu í sig í einhverju svekkelsi, þegar hann á æskuárum ungur var og uppgötvaði að vinir hans vildu frekar verja kvöldunum við að horfa á ofbeldiskvikmyndir en að sitja undir tré í Hljómskálagarðinum og lesa ástarljóð. Halda áfram að lesa