Slökkviliðið má ekki mismuna körlum

Nú er verið að slaka á kröfum um líkamlegt atgervi slökkviliðmanna. Af fréttinni að dæma er það ekki gert af því að þörfin fyrir líkamsstyrk og úthald hafi minnkað. Nei, það á að leiðrétta ruglið sem hlaust af þeirr arfavitlausu stefna að bjóða upp á kynjamismunun í nafni kynjajafnréttis. Halda áfram að lesa

Jafnrétti til að prumpa við hlaðborðið

kloraUm allan heim búa konur við hryllilega kúgun. Svokallað feðraveldi.

Í Íran er mönnum refsilaust að berja konurnar sínar.
Í Úganda gildir sú regla að ef kona missir manninn sinn kemur fjölskylda hans og tekur eignirnar og börnin, ekkjan er réttlaus. Halda áfram að lesa

Borgaraleg óhlýðni Alþingis?

Samkvæmt fréttum gera reglur Evrópuráðsins ráð fyrir kynjakvótum. Hér segir  að kynjahlutföll eigi að endurspegla kynjahlutföll á þingi og að minnst einn fulltrúi af því kyni sem á hallar skuli sitja í hverri nefnd.

Þessu er ekki hægt að framfylgja ef kosið er í nefndir. Samt er íslenska sendinefndin kosin.

Þjóðþingið gefur þannig skít í reglur Evrópuráðsins. Það verður ekki túlkað sem annað en yfirlýsing um að reglurnar eigi ekki rétt á sér. Kannski yfirlýsing um að kosningar séu lýðræðislegri en kynjakvótar.

Þegar almennir borgarar brjóta reglur meðvitað í pólitískum tilgangi, heitir það borgaraleg óhlýðni. Hvað heitir það þegar þjóðþing notar sömu taktík í fjölþjóðlegu samstarfi?

Þessvegna þarf kynjakvóta í Gettu betur

15810555-cartoon-red-hairy-monster-300x300Af hverju þarf að jafna kynjahlutföllin í spurningakeppni framhaldsskólanna?

Að sögn Stefáns Pálssonar þarf kynjakvóta af því að Gettu betur er ekki nógu gott sjónvarpsefni eins og er. Af pistli hans á Knúzinu í gær má einnig ráða að hann þjáist af samviskubiti yfir því að hafa skapað strákamenningu. Eins og hann orðar það; „ég skapaði skrímsli“. Strákamenning er „skrímsli“. Halda áfram að lesa

Óróar og kvótar

fidrldiVinkona mín benti mér einu sinni á athyglisverða líkingu, þar sem fjölskyldu var líkt við óróa. Það þarf ekki mikið til að koma hreyfingu á óróann en þegar hann er látinn í friði fara allir hlutar hans alltaf í sömu stellingu. Ef nýjum hlut er bætt við, hreyfist óróinn í smástund en nýi hluturinn fellur svo í ákveðna stellingu og áður.

Það má yfirfæra þessa líkingu á samfélagið allt. Það að skipta um manneskjur í tilteknum stöðum, breytir óróanum sáralítið, eina leiðin til að eitthvað gerist er sú að halda honum á hreyfingu. Halda áfram að lesa