Til karla sem hata konur

Gender-WarsÍ síðustu færslu minni sagðist ég vera kona sem hatar karla. Vona að enginn hafi skilið það þannig að ég vilji helst skera undan sem flestum körlum og grilla dindlana á Austurvelli og bjóða gangandi ásamt sinnepi og hráum.

Í huga mínum takast á tvær kröfur; „förum varlega með orð“ og „köllum hlutina sínum réttu nöfnum.“ Hatur er eitt þeirra orða sem við notum frjálslega en leggjum samt verulega neikvæða merkingu í, þegar það hentar okkur. Við meinum það ekki bókstaflega þegar við notum það en tökum því bókstaflega þegar það beinist gegn okkur. Halda áfram að lesa

Fólkið sem hatar fíflin og fíflin sem hata fólk

bolurKvenhatur: T.d. það að flokka dónabréfaskrif JBH sem dómgreindarbrest fremur en kynferðisglæp.

Gott og vel ég skil konseptið þótt mér finnist það umdeilanlegt. En svo kemur í ljós að við eigum ekkert að taka þessu bókstaflega. Þetta „karlar sem hata konur“ er bara einhverskonar pardódía á þá hugmynd að feministar séu karlhatarar og um leið vísun í vinsælasta karlhatursbókmenntaverk okkar tíma. Sorrý en það er eitthvað við þetta sem gengur ekki upp.

Halda áfram að lesa