Upplýsingatregða

Ég býst við að það sé prófraun fyrir stjórnsýsluna að þurfa að leita að týndum manni, eða líki, í annarri heimsálfu, þar að auki á átakasvæði. Og ekki bætir úr að sá týndi hefur lagt sig fram um að leyna upplýsingum um ferðir sínar og athafnir. Ég hef alveg skilning á þeirri erfiðu stöðu sem hefur blasað við starfsfólki Utanríkisráðuneytisins frá 6. mars sl. Ég er viss um að þau hafa unnið heilan helling, hringt í mann og annan og kannað ýmsar leiðir til að finna þetta lík. Halda áfram að lesa