Heppnir hælisleitendur

Það svakalegasta við þetta er þó það að þetta fólk getur, þrátt fyrir að hafa lent í þessum hremmingum, kallast heppið. Hversu margir hafa verið fluttir burt í skjóli nætur án þess að nokkur hafi mótmælt? Jafnvel án þess að nokkur hafi vitað af því, nema þeir sem af þrælslegri hlýðni unnu þau myrkraverk í skóli þeirrar réttlætingar að þeir væru „bara að vinna vinnuna sína“.

Þessvegna eru þetta trúnaðargögn, Sigurjón

sigurjónSigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. Halda áfram að lesa

Að vera gjaldþrota

jakki-151-643x1024Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?

Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.

En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?

Halda áfram að lesa