Sammála

Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.

Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót. Halda áfram að lesa

Kennum reykingar í grunnskólum

´reykingarReykingar eru stór þáttur í lífi Íslendinga. Í raun svo stór þáttur að það er hneykslanlegt að reykingakennsla skuli ekki löngu hafa verið tekin upp í skólum landsins. Hvernig stendur á því að börn eru ekki frædd um sögu reykinga, áhrif þeirra á menningu okkar, táknrænt mikilvægi þeirra í kvenfrelsisbaráttunni og þá fróun sem reykingar gefa í erfiðleikum? Halda áfram að lesa

Er heimilisfræðikennsla tímaskekkja?

Alla sína skólagöngu vörðu synir mínir tveimur kennslustundum á viku til þess að læra hluti sem þeir hefðu lært hvort sem er. Á þeim tíma velti ég því oft fyrir mér hvort það sé í raun skynsamlegt að kenna heimilisfræði í skólum. Synir mínir kunnu að panta pizzu 10 ára. Ég er hinsvegar ekki viss um að þeir viti ennþá hvað úrvalsvísitala er.

Halda áfram að lesa