Afnemum skólaskyldu

Stærðfærðitími eftir Leonóru Dan

Þegar ég segist vilja afnema skólaskyldu rekur fólk upp stór augu. Eða þá að það rúllar augunum. Hugmyndin þykir fráleit. Menn sjá fyrir sér hroðalegt óreiðusamfélag þar sem stór hluti þýðisins er ólæs og gerir helst ekkert annað en að spila tölvuleiki og reykja hass. Halda áfram að lesa

Trúboð í skólum er ekkert skaðlegt

Hvernig getur það skaðað börn þótt prestar heimsæki skólann, tali um kærleika og miskunnsemi og kenni börnunum að spenna greipar? Hafa þau eitthvað illt af því að læra að syngja Jesús er besti vinur barnanna? Ef þetta flokkast sem trúboð, hvernig stendur þá á því að mörg þessara barna verða samt trúleysingjar? Halda áfram að lesa

Er gott að gera heimspeki að skyldufagi í grunnskólum?

Ég efast ekki um að sum börn hefðu gaman af því að læra heimspeki og að mínu mati er ekkert fráleitara að bjóða íslenskum börnum upp á heimspeki en þjóðsögur Gyðinga. Hvort er einhver ástæða til að skylda öll börn til að læra allt sem boðið er upp á er meira álitamál og þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar í þingsályktunartillögunni sem sagt er frá hér eru verulega vafasamar. Halda áfram að lesa