Við vitum ekkert hvað ríkissaksóknari sagði raunverulega

download (9)

Umræðan um mál Egils Einarssonar hefur verið áhugaverð, m.a. fyrir þær sakir að hún afhjúpar í senn kröfuna um öfuga sönnunarbyrði í kynferðisbrotamálum, langrækni, heift og hefnigirni og mikinn vilja til þess að ætla nafntoguðu fólki allan þann skíthælshátt sem hugsast getur. Halda áfram að lesa

Nú er skrattanum skemmt

download (2)

Samband mitt við Djöfulinn hefur verið stormasamt á köflum. Mig langar að vera snillingur. Mig langar að skrifa eitthvað svo þrusugott að fólk læri það utanbókar án þess að vita hver ég er. Kannski hugljúft kvæði sem bæjarstarfsmaður raular á leið í vinnuna eða eitthvað svona gáfulegt sem snjáldurverjar eigna Einstein eða Dalai Lama og klístra á fb-vegginn sinn ásamt mynd af sólarlagi. Halda áfram að lesa

Lágstemmdi lögmaðurinn

Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað? Halda áfram að lesa

Eftir hverju er ríkissaksóknari að bíða?

Þjóðþekktur maður og ung unnusta hans liggja undir grun um að hafa framið svívirðilegan glæp. Meira en þrír mánuðir eru liðnir síðan stúlkan lagði fram kæru. Á þessum 14 vikum sem liðnar eru frá því að málið komst í fjölmiðla, hefur lögreglan sent málið til ríkissaksóknara, sem aftur henti málinu í lögguna. Löggan  hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu að málið sé dómtækt því nú berast fréttir af því að ríkissaksóknari ætli að taka sér tvo mánuði í að ákveða hvort hún gefur út ákæru eður ei. Halda áfram að lesa

Stórfurðuleg samsæriskenning

Það er tvennt sem ég skil ekki í þessari umræðu. Í fyrsta lagi, hvað er óeðlilegt eða rangt við það að hata þessa fígúru? Í öðru lagi, finnst einhverjum í alvöru trúlegt að feministar (sem flestir eiga það sammerkt að hafa ekki aðeins skiljanlega óbeit á kynferðisofbeldi, heldur að sjá merki þess í ólíklegustu hlutum) myndu senda barnungar dætur sínar heim með manni sem hefur talað um konur, kynlíf og nauðganir á þann hátt sem Giljagaurinn gerir?

Þessu tengt:
Ég kæri mig ekki um að skrá mig á „nauðgunarpressuna“ þar sem ég sé ekki að Pressan hafi hvatt til nauðgana. Hún gekk hinsvegar langt yfir strikið í ósmekklegheitum og friðhelgisrofi og því rökrétt að láta hana róa.

Bókstaflega neglt

Mikil blessun er að vita að börn flokksmanna vg skuli njóta svo sérstakrar verndar forsjónarinnar að þau geti bara ekki orðið fyrir kynferðisofbeldi. Spurning hvort ákveðinn lögmaður ætti ekki bara að bjóða upp á námskeið í rökfræði.

Ég velti því annars fyrir mér hverskonar andskotagangur þurfi eiginlega að fara fram til þess að tíðatappi festist. Gengur allavega langt út fyrir mínar hugmyndir um harkalegar samfarir. Vissi ekki að menn legðu svo bókstaflegan skilning í sögnina „að hamra“ en það eru greinilega til menn sem láta smá fyrirstöðu ekkert hindra sig í því að bæta sambandið við unnustuna.

Mínir menn hafa nú yfirleitt bara fært mér blóm ef þeir hafa séð meiri ástæðu til að bæta sambandið en slíta því. Ekki svo að skilja að það hafi virkað en einhvernveginn tengi ég þá aðferð frekar við mannasiði.