Umræðan um Gillz

Umræðan um Gillz er komin út í meiri steypu en ég hefði getað ímyndað mér. Þessi gaur er ekki pólitískur frekar en ég fitness frík. Hann kallaði alla sem fóru í taugarnar á honum rasshausa, það hafði ekkert með póitík eða mótmæli að gera. Allir sem hafa lesið innganginn að þessum alræmda subbupistli hans sjá að þetta var skelfilega lélegt grín en ekki hótanir. Nú er allt í einu búið að spyrða hann við mótmæli, ýmist sem hvatamann þeirra eða andstæðing. Þetta er eiginlega of fráleitt til þess að maður trúi því að fólk sem vill láta líta á sig sem marktækt láti svona steypu frá sér.

Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki

Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.)  Halda áfram að lesa

Gillz vann „Fuck you rapist bastard málið“ fyrir Mannréttindadómstól Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur nú kveðið upp dóm í fyrra máli Egils Einarssonar gegn Íslandi (Fuck You Rapist Bastard málinu) og komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn rétti hans til æruverndar með sýknudómi sínum fyrir Hæstarétti Íslands.

Forsaga málsins er flestum kunn: Egill var sakaður um nauðgun í félagi við sambýliskonu sína og miklar umræður urðu um málið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Saksóknari taldi ekki tilefni til að gefa út ákæru í málinu en það lægði ekki öldurnar og Egill lá áfram undir ámæli. Halda áfram að lesa

Einhliða umfjöllun?

Screenshot from 2014-08-26 12:43:33

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Halda áfram að lesa

Stórveldið, Monitor og kennivald kvenhyggjunnar

gillzHreyfing sem stefnir að því að koma á kennivaldi, gerir sér far um að yfirtaka alla umræðu sem snertir áhugasvið hennar. Einn mikilvægasti áfanginn á þeirri vegferð er sá að yfirtaka fjölmiðlaumfjöllun og þar hafa íslenskir feministar náð prýðilegum árangri. Halda áfram að lesa

Brást réttarkerfið?

images (2)Í umræðum um mál Egils Einarssonar sér maður auk spekúleringa um að rök ríkissaksóknara séu hugarburður Egils, fullyrðingar um að réttarkerfið hafi brugðist, að það sé svo erfitt fyrir þolendur að ganga í gegnum kæruferli að það sé útilokað annað en að Egill og Guðríður séu raunverulega sek um nauðgun. Halda áfram að lesa