Fjórum mánuðum síðar

Í dag er ársfjórðungur síðan fréttist að bandamenn okkar í Nató hefðu drepið Hauk í tilefnislausri innrás Tyrkja í Sýrland. Andlát hans hefur ekki verið staðfest. Þessa fjóra mánuði þykist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa verið að leita að honum samtímis því sem hún hefur lagt sig fram um að treysta vináttu og viðskiptasambönd við fasistaríkið Tyrkland. Þau fylgja leiðbeiningum tyrknesku lögreglunnar við leitina. Halda áfram að lesa

Annað lík svívirt

Ahmad M. Hanan

Ekki hefur myndskeiðið af limlestingunum á líki Barin Kobani haft þau áhrif að yfirvaldinu finnist ástæða til að spyrja Tyrki hvað þeir hafi gert við líkamsleifar sonar míns. Í dag rakst ég á annað dæmi frá febrúar um meðferð FSA í Afrín á líkum andstæðinga hersveita Tyrkja. Hér er það lík karlmanns úr röðum YPG, Ahmads M. Hanan, sem er svívirt. Hann var Yazidi maður. Sameinuðu þjóðirnar flokka ofsóknir Islamska ríkisins gagnvart Yazidi fólkinu sem þjóðarmorð. Halda áfram að lesa