Í ólestri

Aðalnámskrá grunnskólanna er full af frösum um lýðræði, sjálfbærni, jafnrétti og fleiri gildi sem er ekki hægt að kenna nema með því að lifa eftir þeim. Þar er hinsvegar sáralítil áhersla á lestur.

Kennarar mótmæla því að áherslan á lestur sé lítil enda sé hún grunnþáttur menntunar skv aðalnámskrá. Ojæja. Einn af sex „grunnþáttum“ og sá eini sem er hægt að mæla. Ég held reyndar að lestrarkunnátta sé nauðsynleg – ennþá – en hvaða Guð ákvað að 300 orð á mínútu væri hæfilegt?

Ef sá hinn sami getur gert okkur öll sjálfbær og heilbrigð og lýðræðiseitthvað og allt það, þá skal ég trúa því að hann geti lika gert okkur hraðlæs og hamingjusöm. En á meðan ekkert bendir til þess að skólarnir skili af sér fólki sem er skrár innrætt en fyrri kynslóðir, þá gef ég ekkert fyrir svona markmiðaræpu, hvort heldur markmiðin varða lestur eða göfgi mannsandans.