Ekki nóg að einhver nefnd fái upplýsingar

Það er ekkert annað en sjálfsagt að þeir sem eiga að borga brúsann, þ.e. almenningur í landinu, fái að sjá samninginn og vitanlega ætti að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um hann.

Einhverjum finnst kannski að mér ætti að vera sama þar sem ég er hætt að taka þátt í íslenska efnahagsruglinu en synir mínir búa enn á Íslandi og mér finnst frekar súrt til þess að vita að börnin mín og hugsanleg barnabörn geti ekki búið á minni fósturjörð án þess að vera neydd til að borga sukk óviðkomandi skíthæla. Það er lágmark að þeir sem eru þvingaðir til að ábyrgjast skuldir annarra eftir á, fái að vita hvað það er sem annað fólk undirritar fyrir þeirra hönd.

mbl.is Ekki ríkisábyrgð á leynisamning