Einar ætlar í prófkjör fyrir Pírata

Einar ætlar í prófkjör fyrir Pírata.  Og vill svo skemmtilega til að þegar hann sagði mér það var ég einmitt að ljúka við að setja upp nýtt og glæsilegt bloggsvæði fyrir hann og vista þar alla gömlu Eyjupistlana hans með almennilegri flokkun og efnisorðum. Halda áfram að lesa

Ég elska Strathclyde!

Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.

Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa

Er að léttast :)

Myndin er eftir Saudeck

Við komum heim á sunnudag og frá og með þeirri stund er ég í alvöru megrun. Aðalmarkmiðið er að hætta að borða í hugsunarleysi, af tómum leiðindum eða vana eða bara af því að eitthvað gott er í boði. Venjulega er það langt frá því að vera síðasta tækifæri í lífinu til að borða kökuna/snakkið/sósuna svo ég getur bara gert það einverntíma seinna þegar ég er í alvöru svöng. Halda áfram að lesa