Þannig lýsir spilling sér

Ég fann þessa fallegu mynd af lýðræðinu hér
Ég veit ekki hver setti hana saman

 

Skömmu fyrir jól birti þingmaður nokkur Facebook-færslu þar sem hann undrast umræðuna um spillingu á Alþingi. Hann verði lítið var við spillingu þar á bæ og skilji ekki hvernig hún ætti eiginlega að lýsa sér. Halda áfram að lesa

Píkuöfund

Ég veit ekki frá hvaða atburði þessi mynd er eða hver tók hana. Fannst hún bara viðeigandi því hún er áreiðanlega móðgandi fyrir þær konur sem eru ekki með píku

 

Háskóli í Michigan hefur ákveðið að uppfærsla á „Píkusögum“ (The Vagina Monologues) verði ekki sviðsett. Verkið fer eitthvað öfugt ofan í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna. Það yrði víst mismunun gagnvart ákveðnum hópi kvenna ef það færi á fjalirnar. Nefnilega þeim konum sem eru ekki með píku. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en það eru víst fleiri skólar sama sinnis. Halda áfram að lesa

Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Norn.is

Efst á baugi

Norn.is er vefheimur Evu Hauksdóttur. Eva er norn, skáld og álitshafi og gerir nákvæmlega það sem henni bara sýnist. Á stikunni hér að ofan eru tenglar á vefi með ýmsum skrifum frá fyrri árum og hér fyrir neðan eru sýnishorn af helstu síðum.

Ingólfur Júlíusson tók myndina

Heilindaramminn (Pistlar)

Efst á baugi

Eitt af fyrstu embættisverkum Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra var að skipa starfshóp sem ætlað var að finna leiðir til auka traust á stjórnmálum og stjórnsýslu á Íslandi. Ég hefði reyndar getað sagt Katrínu, án þess að taka krónu fyrir það, að skilvirkasta leiðin til að auka tiltrú almennings á stjórnmálum og stjórnsýslu er heiðarleiki og vönduð vinnubrögð. Halda áfram að lesa

Þetta er orðið gott (Örbloggið)

Efst á baugi

Þetta er komið gott!

Ég heyri þennan samslátt nokkuð oft og er hreint ekki hrifin. Hér er tveimur orðatiltækjum slegið saman án þess að það þjóni neinum tilgangi. Það er ekkert erfiðara að segja nú er komið nóg eða þetta er orðið gott og það fæst enginn merkingarauki út úr því að blanda þessu saman. Það er ekki einu sinni fyndið.

Fjórtán einkenni femínisma (Kyndillinn)

Efst á baugi

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif.

Til er áhugafólk um kynjapólitík sem tekur ekki nema að litlu leyti undir þær hugmyndir sem einkenna feministahreyfinguna. Halda áfram að lesa