Trúin læknar nottula allt

Reyndar vildi ég miklu frekar að trúboðar beindu áróðri sínum að slagsmálahundum og fyllibyttum en að börnum í leik- og grunnskólum en mér finnst samt eitthvað óhuggulegt við að fá staðfestingu á því að yfirmaður hjá lögreglunnii álíti trúboð gott stjórntæki.

Vinkona mín varð fyrir alvarlegu bílslysi í fyrra og hefur átt við þráláta verki að stríða síðan. Um daginn fór hún til læknis og bað um sterkari verkjalyf. Nú vill svo til að fyrir 15 árum var hún í óreglu og væntanlega í tilefni af því spurði læknirinn hana hvort hún héldi ekki að hún hefði meira gagn af AA fundum en verkjlyfjum. Óháð því hvort er einhver ástæða fyrir hugmyndum hans um að hún ætli að misnota lyfin (mér finnst sjálfri eðlilegt að treysta fólki sem hefur tekið ábyrgð á lífi sínu í 15 ár) er með öllu óþolandi að fólki sem leitar til læknis sé vísað á sértrúarsöfnuð. Að sama skapi vil ég að löggæslan sinni sínu starfi án aðstoðar trúboða.

Share to Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.