Orðaskýringar fyrir kjósendur

images-21Heildstæð stefnumótun = stefna
Heildræn stefnumörkun = stefna
Að marka heildstæða stefnumótun = að móta stefnu

Hjúkrunarúrræði = hjúkrun
Vistunarúrræði = elliheimili, leikskólar og aðrar stofnanir þar sem fólk er geymt.
Heildstæð vistunarúrræði = vistun

Heildstæð stefnumótun í öldrunarmálum = sú skoðun að aldraðir eigi að njóta mannréttinda
Heildstæðar lausnir í öldrunarmálum = bygging hjúkrunarheimila

Af hverju talar enginn um heildstæð lausnaúrræði? Það myndi hljóma svo gáfulega.

Ó-lög vors lands

Ef ekki má flytja þjóðsönginn öðruvísi en í upprunalegri mynd, merkir það þá ekki að bannað sé að þýða textann á önnur tungumál, eða allavega að flytja hann með þýddum texta? Merkir það ekki líka að ekki megi flytja hann með öðrum hljóðfærum og raddsetningu en þeirri upphaflegu? Spurning hvort væri ekki frekar við hæfi að handtaka íslenska knattspyrnulandsliðið en þessa stórhættulegu Spaugstofumenn. Þeir fara þó allavega vel með tónlistina og ekki þykir mér lofgjörðin til Alcan ósmekklegri en guðsorðarunkið hans Matthíasar. Boðskapurinn er ömurlegur og þessi sálmur er hræðilegt leirhnoð.

Hvurslags eiginlega fréttamennska …

… er þetta?

Kosningasigur Hamas er sumsé ástæðan fyrir fjárskortinum!

Hér með leiðréttist; ástæðurnar fyrir fjárskortinum eru:
a) Ísraelsmenn hafa neitað að skila lýðræðislega kjörinni heimastjórn Palestínumanna skatttekjum. Á íslensku heitir það þjófnaður.
b) Vestræn ríki hafa hætt fjárstuðningi við þessa undirokuðu þjóð (sem er algerlega háð utanaðkomandi stuðningi), til að refsa henni fyrir að kjósa sér stjórn sem er þeim ekki að skapi. Á íslensku heitir það kúgunaraðgerðir.

Ég er ekki hrifin af aðferðum Hamas. Ég hef forsendur til að vera það ekki því ég bý við þá lúxusaðstöðu að hafa alist upp í samfélagi þar sem þykir almennt æskilegt að leysa ágreiningsmál án ofbeldis. Ég hef aldrei lifað undir ógn herveldis sem er staðráðið í að svelta mig til bana. Ég er ekki hrifin af sjálfsmorðsárásum. Þær eru ekki geðslegar, þær eru heldur ekki rökréttar. (Eins og eitthvað sér rökrétt í lífi Palestínumanns í dag) Ég get hinsvegar vel skilið að fjölskyldufaðir sem á ekki lengur heimili af því að fólk sem nýtur verndar hers og lögreglu henti fjölskyldunni út, kemst ekki í vinnuna af því að búið er að reisa 8 metra háan múrvegg utan um hverfið þar sem hann býr, horfir upp á börnin sín grýtt á leiðinni í skólann og á á hættu að lenda í fangelsi ef hann reynir að hrindra það, og þarf að standa í margra klukkustunda argaþrasi til að komast yfrir vegatálma svo fáveik koma hans fái læknishjálp, sjái ekki annan kost vænlegri en að gefa herskáum stjórnmálaflokkið tækifæri. Ekki tókst hinum hófsama Yesser Arafat að binda endi á landránið.

Vesturlandabúar, sem hafa ekki döngun í sér til að skamma Ísraela fyrir vel lukkað þjóðarmorð, hvað þá meir, telja sig hinsvegar nógu merkilega til að sýna vandlætingu þegar hersetin þjóð rís gegn útrýmingarherferð á hendur sér og ekki nóg með þann subbuskap heldur tala fréttamenn virtra fjölmiðla eins og Hamas beri ábyrgð á fátæktinni.

Ég kann ekkert fuss sem lýsir hneykslun minni en vona að fréttamaðurinn sem skrifaði þetta fái bæði niðurgang og nábít.

 

Kaup

Ég hef aldrei skilið hvernig fólk sem eyðir 2 klst í mátunarklefa áður en það fjárfestir í einum gallabuxum, getur hugsað sér að kaupa íbúð eftir 5 mínútna skoðun.

Ég er búin að skoða c.a. milljón íbúðir undarfarna daga og er loksins búin að finna eina sem myndi henta mér fullkomlega. Ætla að taka fagmann með mér til að kíkja betur á þá þætti sem ég hef ekki nógu mikið vit á sjálf og ef hann leggur blessun sína yfir dæmið mun ég ákalla Mammon mér til fulltingis og græja greiðslumat með hraði. Reyndar gæti farið svo að við verðum á vergangi í sumar. Það er þó engin frágangssök því ef ég þekki syni mína rétt verða þeir hvort sem einhversstaðar uppi á fjöllum, úti í sveit eða annarsstaðar þar sem þeir geta „andað“ og mér er engin vorkunn að setja búslóðina í geymslu og nýta mér aðstöðuna á Vesturgötunni í nokkra mánuði. Allavega er það vel þess virði ef ég fæ íbúð sem hentar mér til frambúðar. Vona bara að ég þurfi ekki að selja verðbréfin mín. Það eru ekki mörg ár þar til þarf að skipta um klæðningu og þá gæti komið sér vel að eiga sjóð að sækja í.

Mér hrís hugur við flutningunum en hlakka þeim mun meira til að losna við aksturinn í morgungeðveikinni.

 

Valið og kvalið

-Hvað myndirðu velja ef þú yrðir neydd til þess að hafa mök við barn, dýr eða lík? spurði Lærisveinninn silkimjúkum rómi og renndi svartlökkuðum nöglunum gegnum síða hárið sitt.

Jamm. Það er nú það. Barnið kemur ekki til greina. Reyndar held ég að hvorki dýr né lík tækju því persónulega en hvort það kæmi beinlínis til greina er annað mál. Erum við að tala um golþorsk eða fjallaljón? Eða kannski heimilisköttinn?