Mín káta angist

Kæti mín hefur verið býsna sveiflukennd í morgun.

Byrjaði daginn á því að uppgötva að einhver fíkillinn hefur ekki getað stillt sig um að kveikja í eiturstöngli í lyftunni heima hjá pabba. Ég skilgreini reykingar í návist minni sem grófa líkamsárás og það er dálítið spes að finna öndunarfærin herpast saman en sjá ekki árásarmanninn. Ég veit að ég verð skrýtin á svipinn þegar fólk segir mér að illir andar hafi ráðist á það en þótt ég trúi því staðfastlega að vanlíðan þess eigi sér aðrar skýringar og veraldlegri, þá skil ég a.m.k. alveg hvernig því líður. Halda áfram að lesa

Þá er sá fimmti fallinn

Sjá hér

Það er auðvitað gífurlega mikilvægt að erlend stórfyrirtæki græði peninga. Svo mikilvægt að meirihlutinn leggur blessun sína yfir það þótt náttuúrperlum sé fórnað og lífríkinu stefnt í voða. Ég get að vissu leyti skilið það þótt ég sé því ósammála. Græðgin er ekki alltaf framsýn og Landsvirkjun hefur tekist að telja almenningi trú um að íslensk heimili græði líka á þessu rugli. En hversu mörg mannsllíf eru ásættanlegur fórnarkostnaður? Halda áfram að lesa

Auðleysanlegt vandamál

Þetta finnst mér snjallt svar. (Takk fyrir að benda mér á þetta Keli)

Ef ég hefði átt að svara þessu bréfi hefði ég sagt konunni að ég hefði fullan skilning á því hvernig henni liði en skilnaður væri ekki nauðsynlegur því það væri vel hægt að leysa vandamálið. Ég hefði ráðlagt henni að kaupa eitthvað fallegt í hans stærð og snyrtidót sem hentar hans húðgerð og gera honum svo fulla grein fyrir því að hennar eigið stöff væri ekki í boði. Það er auðvitað óþolandi þegar einhver sem er miklu stærri en maður sjálfur teygir skóna manns og nærfötin með því að troða sér í þau í leyfisleysi.

En mér finnst Miriam hafa svarað þessu betur.

 

Galdur á Jónsmessunótt

101Kirkjugarður á Jónsmessunótt er öðrum stöðum galdravænlegri. Allavega þegar maður er óökufær af kristilegu blóðþambi. Við hittum reyndar hvorki Satan né anda hinna framliðnu en ég stjórnaði hópgaldri í fyrsta sinn og Egill (12 ára) og Grímur (14 ára) munu líklega seint gleyma því að hafa fengið að taka þátt í slíkri athöfn. Halda áfram að lesa

Þarf þetta ekkert að vinna?

Þegar Þórunn Gréta ákvað að fara sem skiptinemi til Þýskalands, undirbjó hún sig vel. Ekki bara með því að læra þýsku heldur gerði hún líka ráð fyrir tekjumissi og auka útgjöldum. Hún vann mikið og eyddi litlu og þegar hún fór út átti hún peninga til ferðarinnar. Hugsanlega hafa afar og ömmur gaukað að henni nokkrum mörkum en ég veit að það var ekki mulið undir hana og að mamma hennar var ákaflega stolt af því hvað hún sýndi mikinn sjálfsaga. Mér fannst Þórunn Gréta vera dugleg stelpa og reikna með að allir sem þekkja hana taki undir það. Halda áfram að lesa

Blessað frelsið

Einn af málsvörum frelsisins gagnrýnir umfjöllun Stöðvar 2 um reynslu Hauks í Palestínu. Ég hef séð betur unnar fréttir frá henni Lóu en alveg finnst mér ótrúlegt að láta að því liggja að það sé allt eins líklegt að frásögn Hauks sé uppspuni.

Auðvitað er sjálfsagt að fréttamenn leiti staðfestinga þegar verið er að fjalla um einstaklinga og/eða vinkvæm málefni en ef fréttamenn greindu aldrei frá neinu og tækju aldrei viðtöl nema sýna um leið óyggjandi sannanir, væri upplýsingaflæði til almennings frekar fátæklegt.

Meira blóð!

Elías (ekki Elías minn, heldur Elías hinn) þarf áreiðanlega ekki að birta nýju netslóðina sína á gömlu síðunni til að ná athygli.

Ég er ekki hrifnari af barnaperrum en hver annar og finnst mun meiri ástæða til að taka svona kóna úr umferð en að verja tíma lögreglu í skýrslutökur af fólki sem gerði sig sekt um þann stórglæp að brjóta fánalög á lýðveldisdaginn. Vér mótmælum allir slíkri forgangsröð.

Alveg finnst mér það samt dæmigert að í stað þess að undrast aðgerðaleysi lögreglunnar, skuli nú lýðurinn beina allri sinni orku að því að krefja Elías um nöfn. Það er svosem ekkert skrýtið. Það eru margar vikur, ef ekki mánuðir síðan við höfum fengið fjölmiðlaaftöku til að rúnkast á.