Kæti mín hefur verið býsna sveiflukennd í morgun.
Byrjaði daginn á því að uppgötva að einhver fíkillinn hefur ekki getað stillt sig um að kveikja í eiturstöngli í lyftunni heima hjá pabba. Ég skilgreini reykingar í návist minni sem grófa líkamsárás og það er dálítið spes að finna öndunarfærin herpast saman en sjá ekki árásarmanninn. Ég veit að ég verð skrýtin á svipinn þegar fólk segir mér að illir andar hafi ráðist á það en þótt ég trúi því staðfastlega að vanlíðan þess eigi sér aðrar skýringar og veraldlegri, þá skil ég a.m.k. alveg hvernig því líður. Halda áfram að lesa
