Kornflex vikunnar

Byltingin: Mamma, má ég fá blómavír hjá þér?
Mamman: Alveg sjálfsagt.
Byltingin: Heyrðu, hvað heldurðu að Össur Skarphéðinsson sé þungur?
Mamman: Ég hef nú bara ekki vigtað hann nýlega, af hverju ertu að spá í það?
Byltingin: Ég er bara að spá í hvort þrefaldur blómavír haldi honum.

Gullkorn vikunnar

Snjáka (andvarpar): Mikið langar mig nú að fara og grýta hús menntamálaráðherra.
Eva (undrandi): Nú? Hvað hefur hún nú gert?
Snjáka: Æ ekkert nýtt svosem, þetta er bara eitthvað persónulegt.

Ósigur yfirvofandi

Röddin í símanum var klökk.

-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.

Halda áfram að lesa

Bara tengja

Og auðvitað elskan mín, auðvitað tekur maður mark á aðvörunarljósinu, staldrar við og athugar málið. En rauða ljósið merkir ekki endilega að tækið sé ónýtt. Stundum er það bara merki um að þurfi að tengja einn pínulítinn vír.

Hnútur

Fyrr eða síðar verður maður að taka á sig rögg og gera það sem maður þarf að gera. Leysa hnútinn. Fyrr eða síðar, bara ekki í dag. Það er eitthvað svo erfitt að leysa hnúta á meðan maður er með hnút í maganum. Þótt maður viti að hann hjaðnar um leið og maður er búinn að leysa hina hnútana.

Vits er þörf

Ég er satt að segja farin að halda að ranghugmyndir um orkusteina séu að verða álíka stórt vandamál og blessaður kristindómurinn. Og of margir sem kæra sig hreint ekki um að maður leiðrétti vitleysuna og útskýri hvers vegna sumir steinar virka fyrir sumt fólk