Er þér treystandi fyrir vopni?

Setjum sem svo að þú lendir i mjög dramatískum aðstæðum. Vítisenglar hafa umkringt heimili þitt, og hóta að ráðast til inngöngu án þess að gefa neinar skýringar. Einhver úr fjölskyldunni er horfinn og þú hefur ekki hugmynd um hvort það tengist umsátursmönnunum. Forvitna nágranna drífur að en þar sem allt tiltækt lögreglulið er niðri á Austurvelli að verja Alþingishúsið gegn trylltum skrílnum, lítur út fyrir að þess verði langt að bíða að löglegir ofbeldismenn komi þér til hjálpar. Þú ert mjög reið(ur) og mjög hrædd(ur) og veist í rauninni ekkert hvað þú átt til bragðs að taka.

Myndir þú í slíkum aðstæðum, treysta sjálfum/sjálfri þér fyrir skotvopni? Myndirðu halda nógu mikilli ró og nógu skýrri hugsun til að beita vopni aðeins til að verja líf og limi eða er hætta á því að þú skytir jafnvel á saklausan nágranna þinn í geðshræringunni?

Umræður

Norna

Ég á kisu sem telur líklegt að panódil sé hið mesta hnossgæti, en var stöðvuð áður en henni tókst að smakka. Hún er ekkert skárri en ungbarn, er algengt að ungir kettir smakki á hreinlega öllu? Halda áfram að lesa

jóla

Skreytti jólatré og komst að því hversvegna nágrannarnir vildu endilega miða tímasetninguna við að Eva gæti verið með. Það er af því að enginn annar í götunni er nógu ungur til að klifra upp í stiga. Fékk kaffi og eplaskífur á eftir. Notalegt fólk.

jólaskreyta

Ekkert smá spennt yfir því að fá að leika nýja, rosalega velkomna í hverfið- nágrannann á morgun. Skreyta jólatré með hinu fólkinu í götunni (ég skal veðja að þau setja Dannebrog á toppinn) og svo eitthvað svona nágrannakaffi og taumlaus hverfishamingja.

Glæpapakk

Ég hef sofið óvært nokkuð lengi en held svei mér þá að ég sé búin að finna lausn. Ég fékk lánaða sæng sem er ætluð taugaveikluðu og órólegu fólki. Ég sá svona sæng fyrst á elliheimilinu hjá konu sem er mjög ör og óróleg en hefur sofið betur eftir að hún fékk sængina. Halda áfram að lesa

Dropasteinarnir

Frétt á Rúv um að skemmdarverk á dropasteinum (tengill skemmdur)

Ég hef enga trú á því að margir taki dropasteina af skemmdarfýsn. Forvitni, eða þörfin fyrir að skoða með því að snerta er nær lagi.

Stóra ástæðan fyrir náttúruspjöllum af þessu tagi er samt sú hugmynd að manngildi velti á þeim hlutum sem maður hefur yfirráð yfir. Fólk slær eign sinni á hluti sem heilla það, af því að við lítum upp til þeirra sem eiga fallega og áhugaverða hluti, að maður tali nú ekki um verðmæta hluti. Vandamálið hér sem víða annarsstaðar er eignarréttarhugmyndin.

Svínapestin

Svo táknrænt að svínaflensan sé helsti hrellir Íslendinga þessa dagana. Tilviljanir eru ekki til. Og samt og samt er þess ekki að vænta af sauðmúganum að hann svari fyrir sig með svo hófsamri aðgerð sem að svelta svínið.