Kaus ekki

Ég kaus ekki. Ég er þegar búin að slíta viðskiptasambandi við Ísland og gefa þannig mjög afdráttarlaust svar um að ég ætli ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja sem ég hef aldrei gengist í neina ábyrgð fyrir. Mér finnst rétt að þeir sem ætla að búa á landinu áfram ráði því sjálfir hvort og hvernig þeir borga skuldir annarra. Ég myndi hinsvegar taka þátt í kosningu um málefni sem varða hagsmuni alheimsins. Halda áfram að lesa

Ofreynsla

Í síðustu viku datt mér í hug að prjóna mér skokk og gerði það. Mér fannst mér liggja á og var auk þess að klára ullarsokka svo ég sat við 12-15 tíma á dag, 4 daga í röð, tók aðeins pásur til að pissa og borða. Skokkurinn varð svo flottur að ég byrjaði umsvifalaust á öðrum. Á fjórða degi var hann næstum tilbúinn en þá var ég orðin svo aum í hægri hendi og úlnlið að ég gat alls ekki prjónað hratt. Ég ákvað að taka mér dagsfrí frá prjónaskapnum en þegar ég ætlaði að byrja aftur í morgun, hafði úlnliðurinn á mér bólgnað upp. Höndin á mér er marin og mig verkjar upp í olnboga. Halda áfram að lesa

Kisurnar mínar

Norna fæddist um mánaðamótin júní-júlí. Hún var kolsvört, hvæsti strax á öðrum degi og varð snarvitlaus þegar naggrísaungarnir voru lagðir á spena hjá mömmu hennar en þeir misstu mömmu sína fljótlega eftir fæðingu, litlu skinnin. Rebba, mamma Nornu missti reyndar mjólkina skömmu síðar svo Norna var fóðruð með pela og það var hreint ekki létt verk, því hún beit og klóraði í hvert sinn sem hún var tekin upp. Halda áfram að lesa