Þorgerður Brák

13493027_10208662996787827_2108699668_n (1)Þorgerður Brák var ambátt Skalla-Gríms og fóstraði Egil sem barn. Hún hlaut viðurnefni sitt af verkfæri, gerðu úr hrútshorni, sem var notað til að elta skinn. Þetta verk heitir Elting og er minnismerki um Þorgerði Brák.

Frá því er sagt í Eglu að þegar Egill var 12 vetra hafi hann eitt sinn verið að leika ísknattleik ásamt Þórði vini sínum á Granastöðum og föður sínum Skalla-Grími. Egill og Þórður spiluðu saman gegn Skalla-Grími. Þeir höfðu betur og rann þá æði á Grím. Hann gekk svo hart að Þórði að það endaði með því að hann gekk að honum dauðum og greip næst til Eglis.

bogga16Brák, ambátt sem hafði fóstrað Egil fór eitthvað að skipta sér af þessu; „Hamast þú nú, Skalla-Grímur, að syni þínum“, á hún að hafa sagt, en að „hamast“ merkir upprunalega að skipta hömum eða bregða sér í ham villidýrs og hefur hún líklega verið að benda honum á að þessi hegðun væri ekki siðuðum manni sæmandi. Skalla-Grímur tók ábendingunni ekki vel, sleppti að vísu takinu á Agli en greip til Brákar í staðinn. Hún komst þó undan honum, hljóp út að bjarginu þar sem styttan stendur nú og stökk út í sjó af kletti sem síðan er við hana kenndur og ætlaði að synda yfir á hinn bakkann en þangað komst hún þó aldrei því Skalla-Grímur kastaði eftir henni stótum steini miklum sem lenti milli herða hennar og varð henni að bana. Þar heitir nú Brákarsund og nú er það brúað.

Eitthvað var Egill litli ósáttur við þessar aðgerðir föður síns og þegar heim var komið og menn sestir að borðum, stendur hann skyndilega upp, gengur fram í eldhús og heggur uppáhalds þræl Skalla-Gríms banahöggi. Sest svo aftur í sætið sitt eins og ekkert hafi í skorist. Sagt er að þeir feðgar hafi ekki talað meira saman þann veturinn en vorið eftir.

 

brakarkletturBrákarklettur.
Myndin er af kennsluvef Hörpu Hreinsdóttur sem sjá má með því að smella á myndina.

bogga14
Eins og sjá má er Hulla svo bjartsýn að hún notar sólgleraugu jafnvel þegar sér ekki til sólar. Hér er hún að reyna að velta verkinu því hún hafði frétt að skýringin á því hvað pabbi er rosalega sterkur sé sú að við eigum ættir að rekja til Egils Skallagrímssonar og hún ætlaði bara að gá hvort hún hefði erft kraftana frá honum líka. Henni tókst að losa hrútshornið en við nenntum ekki að eyða fríinu á löggustöðinni svo áður en henni tókst að velta því, límdum við Borghildur það með íslenskum sveppaosti sem ég hafði tekið með til öryggis ef eitthvað þessu líkt kæmi upp.

Deila

Share to Facebook